Varpa sökinni á Ísrael og heita hefndum Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2020 07:40 Hér má sjá bílinn sem sprengdur var í loft upp til að stöðva bíl Fakhrizadeh. AP/Fars Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur sakað Ísrael um að ráða Mohsen Fakhrizadeh, helsta kjarnorkuvísindamann Íran af dögum. Fakhrizadeh var hermaður auk þess að vera vísindamaður og var talinn yfirmaður leynilegrar kjarnorkuvopnaáætlunar Írans. Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hann var skotinn til bana í umsátri skammt frá Tehran, höfuðborg Írans. Fjölmiðlar þar í landi segja að árásin hafi byrjað á því að gamall pallbíll hafi verið sprengdur í loft og ökumaður Fakhrizadeh þannig þvingaður til að stöðva bíl vísindamannsins. Þá hafi minnst fimm árásarmenn skotið á bílinn. Í yfirlýsingu frá Rouhani, sem vitnað var í í ríkissjónvarpi Írans, sakar Rouhani Ísrael um morðið og segir að dauði hans muni ekki hægja á ætlunum ríkisins. Aðrir ráðamenn, eins og utanríkisráðherra Írans, höfðu áður sakað Ísrael um árásina og hafa heitið hefndum. Mohsen Fakhrizadeh situr hér hægra megin á myndinni, sem gefin var út af skrifstofu Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga Írans. Ekki er vitað hverjir hinir tveir mennirnir eru.AP/Skrifstofa leiðtoga Írans New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum í Bandaríkjunum að Ísrael hafi í raun staðið á bakvið árásina en að óvíst sé hvort Bandaríkjamenn hafi vitað af henni fyrirfram. Í kjölfar árásarinnar sögðu fjölmiðlar vestanhafs frá því að flugmóðurskipið USS Nimitz hefði verið sent aftur til Persaflóa. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að skipið verði notað varðandi flutning hermanna frá Afganistan og Írak og það sé við hæfi að auka getu Bandaríkjanna á svæðinu samhliða heimflutningi hermanna. Nærri því ár er liðið frá því að herforinginn Qassem Soleimani, sem stýrði aðgerðum hers Írans utan landamæra ríkisins, var felldur í loftárás Bandaríkjanna í Írak. Íranir brugðust við þeirri árás með því að skjóta eldflaugum að herstöð Bandaríkjanna í Írak. Ráðamenn í Íran heita því fram að kjarnorukáætlun þeirra sé í friðsamlegum tilgangi og var formleg kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins lögð niður árið 2003. Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn segja þó að vinnan hafi haldið áfram í laumi eftir það og árið 2018 nefndi Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael Fakhrizadeh sérstaklega í því samhengi.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira