Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:30 Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar