Eru engin takmörk fyrir réttindaskerðingum? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:30 Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Á tímum sem þessum er mikilvægt að valdhafar gangi ekki of hart fram gagnvart borgaranum og gæti meðalhófs í sóttvarnaaðgerðum, þar sem afleiðingar þeirra til lengri tíma eru óljósar. Takmarkanir verða að sæta endurskoðun í hvívetna og stjórnvöld þurfa að hlusta eftir ákalli í þjóðfélaginu eftir hnitmiðraðri stefnu í sóttvarnamálum, með þá reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum að leiðarljósi. Kveðið er á um útgöngubann í frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum. Af því tilefni hefur Heimdallur samþykkt eftirfarandi ályktun: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til að leggjast gegn því að ákvæði um útgöngubann verði lögfest í IV. kafla sóttvarnalaga um opinberar sóttvarnarráðstafanir, líkt og stjórnarfrumvarp heilbrigðisráðherra kveður á um. Slíkt teldist varla í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga. Kveður hún á um að stjórnvöld skuli beita eins vægum úrræðum og unnt er, þegar um er að ræða lagasetningu sem er íþyngjandi fyrir borgarana. Í álitsgerð Dr. Páls Hreinssonar, sérfræðings í stjórnsýslurétti, um sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda er fjallað um meðalhófsregluna í tengslum við faraldurinn en þar segir: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið.” Stíga þarf varlega til jarðar þegar valdhafar heimila stjórnvöldum að skerða stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna og er minnt á meðalhófsreglu í þeim efnum. Útgöngubann gæti komið til með að skerða réttindi á borð við atvinnufrelsi sem verndað er í 75.gr. stjskr. sem og félaga- og fundafrelsi sem nýtur verndar 74. gr. stjskr. Af meginreglu refsiréttarins leiðir að gerð ríkari krafa um um skýrleika bann- og refsiheimilda, eftir því sem réttindaskerðingin er meiri. Því er varhugavert að lögfesta almennt orðuð bannákvæði í sóttvarnalög. Marka þarf skýrari stefnu í sóttvarnamálum Varhugavert er að heimila stjórnvöldum að setja á útgöngubann til þess að ná smitfjölda niður, sérstaklega í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um tímalengd aðgerða og raunverulega stefnu stjórnvalda í sóttvarnamálum einkum í ljósi skæðra afleiðinga þeirra, ekki síst á yngri kynslóðina, sem fólk úr öllum áttum samfélagsins hefur stigið fram og bent á. Líta þarf til þess árangurs sem náðst hefur með vægari aðgerðum en þeirri bannstefnu sem felst í ákvæði um útgöngubann og um leið verður að marka skýrari stefnu í sóttvarnamálum, í ljósi þess að rúmir níu mánuðir eru þegar liðnir frá byrjun faraldursins. Því til stuðnings er vísað til álitsgerðar Páls Hreinssonar, þar sem talið er að eftir því sem lengra líður á faraldurinn sé hægt að gera ríkari kröfur til þess að hið opinbera taki ákvarðanir út frá betri og meiri upplýsingum og að aðgerðir verði betur sniðnar að aðstæðum. Ekki lengur fordæmalausir tímar Þó svo að útgöngubann hafi tekið gildi í nágrannaþjóðum okkar skal einnig líta til þess að þörfin til slíks er ef til vill minni hér á landi heldur en í fjölmennari samfélögum. Stjórnvöld þyrftu einnig að spyrja sig hvort brugðist hafi verið of hart við faraldrinum frá byrjun og þá hvort nauðsynlegt sé að lögleiða útgöngubann í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur í sóttvarnamálum. Umboðsmaður Alþingis hefur bent stjórnvöldum á að þörf sé á að skjóta styrkari lagastoðum undir og skýra betur heimildir til sóttvarnaaðgerða. Heimdallur fagnar endurskoðun sóttvarnalaganna í samræmi við þessi ummæli en furðar sig á því að ákvæði um útgöngubann sé innleitt í þeirri endurskoðun. Félagið leggst gegn því að ákvæði um útgöngubann verði leitt í lög og hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokks til þess að samþykkja ekki slíka lagasetningu. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun