Píparinn sem skrúfaði ekki fyrir vatnið?! Hjálmar Jónsson skrifar 26. nóvember 2020 16:01 Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Tengdar fréttir Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Með fyrirsögninni móðga ég sjálfsagt alla pípara þessa lands og ég bið þá fyrir fram afsökunar. Ég á nefnilega pípara að vini, sem hefur bjargað mér og fleirum mér tengdum í gegnum tíðina. Það hefur komið fyrir að hann hefur stokkið fyrirvaralaust úr verki og ekki einu sinni haft tíma til að kasta á mig kveðju. Þá hefur borið svo við að krani hefur sprungið einhvers staðar og þá er ekki til setunnar boðið. Að sjálfsögðu byrjar hann á því að skrúfa fyrir vatnið áður en hann fer í að þurrka upp bleytuna, en ekki hvað! Getur það verið að hjá Almannavörnum og íslenskum sóttvarnayfirvöldum sé því öðru vísi farið? Það var nefnilega upplýst núna áðan á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis, 26.11.20, að um 4% þeirra sem til landsins koma afþakki að fara í tvöfalda skimun og velji 14 daga sóttkví í staðinn. Og NB 4% í þessu samhengi er risavaxin tala, 0,4% væri of mikið. Það eru sum sé 40 af hverjum 1.000 sem koma óskimaðir til landsins. Ef það eru 10 þúsund farþegar sem komið hafa til landsins frá því aðgerðirnar hófust er fjöldinn 400 manns og 2.000 manns ef 50 þúsund farþegar hafa komið til landsins. Nú veit ég ekki töluna, en förum milliveginn og miðum við 25 þúsund farþega. Þá hafa 1.000 manns komið óskimaðir til landsins á sama tíma og faraldurinn hefur verið í veldisvexti víða í löndunum í kringum okkur. Og, ótrúlegt en satt, á upplýsingafundinum kom einnig fram að félagsleg einkenni þessa hóps hafa ekkert verið skoðuð og liggja ekki fyrir?!!! Ef þetta fólk er, til dæmis, einbúar sem ekki eiga fjölskyldu hvernig aflar það sér matar í 14 daga? Eða ef þetta er einkum ungt fólk, sem veikist minna og er margt hvert einkennalítið eða einkennalaust? Virðir það 14 daga sóttkví, ef það finnur lítil eða engin einkenni? Ef þessar upplýsingar liggja ekki fyrir er engin leið að vita heldur hvaða áhrif ákvörðun heilbrigðisráðherra um að gera skimun gjaldfrjálsa hefur. Mín spá er sú að áhrifin verði lítil sem engin. Það er nokkuð augljóst að það er eitthvað annað en 7.000 króna gjald sem veldur því að fólk velur sóttkví frekar en skimun. Hvernig má það vera að þetta hafi ekki verið skoðað á sama tíma og öllu eðlilegu lífi hér innanlands eru settar sífellt þrengri skorður? Og hver hefur efni á að fara í 14 daga sóttkví og vera frá vinnu allan þann tíma fremur en að fara í 5 daga sóttkví og tvöfalda skimun. Í barnaskap mínum hélt ég að stór þáttur í sóttvörnum væri að skoða félagslegan bakgrunn fólks? Er það ekki lykilatriði þegar til dæmis kynsjúkdómar eru annars vegar? En barnaskapur minn er svo sem vel þekktur; fram að bankahruni taldi ég að bankastjórar væru ekki áhættufíklar. Ég held að svörin við þessum spurningum séu nokkuð augljós. Staða faraldursins er grafalvarleg. Eftir tölur síðustu þriggja daga er augljóst að þrátt fyrir hertar aðgerðir og gríðarlega skerðingu á lífsgæðum alls almennings er faraldurinn í vexti, sennilega örum vexti. Það er augljóst þegar horft er til þess hversu margir eru utan sóttkvíar. Í aðdraganda jóla er óðs manns æði að slaka á, svo einfalt er það. Ef vel ætti að vera þyrfti að herða aðgerðir og sennilega loka verslunarmiðstöðvum, miðað við þær upplýsingar sem komu fram á fundinum í morgun, og öðrum þeim verslunum sem ekki eru með nauðsynjar. Það eru leiðir sem nágrannalönd okkar hafa þurft að fara. Við erum því miður í þeirri stöðu að þurfa áfram að ausa bátinn, land ekki í augsýn og stefnan tekin á haf út! Höfundur er blaðamaður sem hefur of lengi verið í fríi frá blaðamennsku.
Sísýfos - Nokkrar spurningar til sóttvarnarlæknis Hjálmar Jónsson vill fá svör frá sóttvarnalækni við ákveðnum spurningum. 25. nóvember 2020 20:31
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun