„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:01 Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreininga Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm „Trúlega eigum við eftir að fara í gegnum aðra bylgju eftir jólin þannig að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir,“ segir Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar. „Þess vegna leggur Vinnumálastofnun mestan þunga á menntun og virkni í vetur. Við viljum nýta tímann sem best og liðka fyrir ráðningum,“ segir Birna. Birna bendir sérstaklega á tvö ný úrræði. Annars vegar leið fyrir fólk að nýta tímann og fara í eina önn í nám án þess að greiða námslán, því atvinnuleysisbætur skerðast ekki á meðan. Hins vegar bendir á styrk fyrir atvinnurekendur sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Þessi styrkur hljóðar upp á allt að kr.322.804 á mánuði í sex mánuði. „Nokkur ásókn hefur verið í þetta vinnumarkaðsúrræði nú í haust og í ágúst og september voru gerðir 118 samningar um ráðningar- og nýsköpunarstyrki miðað við 33 samninga sömu mánuði árið 2019,“ segir Birna og bætir við: „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari fyrstu grein af þremur er rýnt í nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið. Erfið staða fram yfir páska „Atvinnulausum fjölgaði í öllum landshlutum utan Vestfjarða, um meira en 100% milli októbermánaða 2019 og 2020,“ segir Birna. Það að Vestfirðir séu undanskildir segir Birna líklega skýrast af því að þar hafi störf í ferðaþjónustu ekki fækkað eins mikið og annars staðar. Um tuttugu þúsund manns eru nú á atvinnuleysisbótum, þar af flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem aukning á milli ára hefur verið gífurleg. „Atvinnulausum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um átta þúsund á milli ára,“ segir Birna. Undanfarna mánuði hafa umsóknir um atvinnuleysisbætur verið um tvö til þrjú þúsund á mánuði. „Við taka mánuðir þar sem atvinnuleysi eykst að jafnaði og spáir Vinnumálastofnun að atvinnuleysi verði yfir 11% fram yfir páska,“ segir Birna. Þá segir Birna um fimm þúsund manns vera í hlutabótaleiðinni. Af þeim hópi séu flestir í 50% starfi. Ferðaþjónustan hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á faraldrinum en í öðrum starfsgreinum hefur líka fjöldi fólks misst vinnu sína. „Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð í öðrum greinum líkt og byggingariðnaði, þar sem fjölgaði um meira en 700 atvinnulausra milli október 2019 og 2020,” segir Birna og bætir við: Fram undan er háveturinn, en þá eykst atvinnuleysi í byggingariðnaði að öllu jöfnu. svo búast má við að atvinnuleysi í byggingariðnaði aukist enn á næstu mánuðum.” Ungt fólk og barnafjölskyldur? Í dag eru 20.262 einstaklingar á atvinnuleysisbótum. Til viðbótar eru 4.759 einstaklingar á hlutabótum. Um 60% fólks á atvinnuleysisbótum er 39 ára og yngri. Ríkisfang: 60/40 hlutföll Á mynd má sjá að um 40% einstaklinga á atvinnuleysisbótum eru með erlent ríkisfang. Af erlendum ríkisborgurum er tæp helmingur einstaklinga frá Póllandi. Þá segir Birna að þegar landshlutadreifing og ríkisfang er skoðað, megi sjá að hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum sem eru á atvinnuleysisbótum. Þar búi einmitt mjög hátt hlutfall atvinnulausra Pólverja. Túristabólan sem sprakk Birna segir hrun ferðaþjónustunnar hafa bitnað illa á ungu fólki, ekki síst ungu fólki með erlent ríkisfang. Hrunið í ferðaþjónustu hefur komið hart niður á ungu erlendu starfsfólki sem starfaði til dæmis við gistiþjónustu, í veitingaþjónustu eða annarri tengdri ferðaþjónustu. Þetta er fólk sem streymdi hingað í túristabólunni og lendir núna illa í því,“ segir Birna. Á mynd má sjá sundurliðun aldurshópa á atvinnuleysisbótum miðað við ríkisfang. Færri konur á atvinnuleysisbótum Þegar tölur sundurliðaðar eftir kyni eru skoðaðar, má sjá að í öllum aldurshópum eru færri konur á atvinnuleysisbótum. Birna bendir hins vegar á að samkvæmt tölum Hagstofunnar, er atvinnuþátttaka kvenna minni en karla almennt. Nám er tækifæri Að sögn Birnu hafa úrræði til frekari menntunar verið aukin og munu allt að þrjú þúsund atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur, bjóðast að skrá sig í dagskóla samhliða atvinnuleysisbótum í eina önn. Eftir það tekur námslánakerfið við. Þetta úrræði nefnist hjá stofnuninni „Nám er tækifæri“ og er tilboð sem afmarkast við nám í framhaldsfræðslu sem og starfs- og tæknináms í framhaldsskólum. „Þar sem umsóknarfrestir í skólana eru við það að renna út mun það koma í ljós á næstu vikum hve margir kjósa að nýta sér Nám er tækfæri. Vinnumálastofnun hefur látið útbúa veglegt kynningarefni í formi myndbanda sem dreift hefur verið á atvinnuleitendur og víðar um tækifærin sem felast í þessari leið,“ segir Birna og bendir á að þetta úrræði sé í raun leið til að fara ókeypis í framhaldsnám því fólk þurfi ekki að kosta til námið með námslánum og ríkið tryggi framfærslu á meðan með greiðslu atvinnuleysisbóta. Á meðfylgjandi mynd má sjá menntun fólks sem er á atvinnuleysisskrá. Flestir eru aðeins með grunnskólapróf. Ath: Þessi tafla hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sýndi hún að flestir væru með háskólamenntun. Þá segir Birna fleiri úrræði hafa verið kynnt til sögunnar eða þau hækkuð. Sem dæmi nefnir hún styrk til atvinnuleitenda vegna námskeiðagjalds. Sá styrkur var hækkaður tímabundið úr 50% í 75% en þó að hámarki 80.000 krónur. Þá hefur íslenskukennsla fyrir innflytjendur verið samræmd og eins segir Birna nú heimilt að ráða mentor á vinnustað eða í skóla til að aðstoða innflytjendur eða ungt fólk. Birna hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér styrki fyrir námskeið á meðan það er ekki með vinnu. Þessir styrkir eru allt að kr.80.000.Vísir/Vilhelm Styrkir fyrir vinnuveitendur til að skapa störf Síðustu mánuði hefur verið hægt að sjá hvernig hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft bein áhrif á fjölda umsókna um atvinnuleysisbætur eða hlutabætur. „Hlutabótaleiðin tók kipp þegar sóttvarnaraðgerðir voru hertar,“ segir Birna og upplýsir að þar hafi umsóknir verið áberandi frá veitingahúsum, hárgreiðslustofum, snyrtistofum og fleiri fyrirtækjum þar sem hertar reglur höfðu bein áhrif á rekstur og viðskipti. Að sögn Birnu geta vinnuveitendur fengið 100% grunnatvinnuleysisbætur auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð í styrk, eða allt að 322.804 kr. á mánuði. „Reglugerð um vinnumarkaðsúrræði var breytt í haust sem þýðir að allir sem hafa verið sex mánuði án vinnu taka með sér 100% styrk inn í 100% starf hjá atvinnurekenda,“ segir Birna. Þá segir hún Vinnumálastofnun nú vinna að því að koma á samstarfi við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur almennt um það að skapa störf með styrk. Á mynd má sjá þróun nýrra umsókna síðustu mánuði og hvernig hertar sóttvarnarreglur höfðu áhrif á umsóknarfjölda á haustmánuðum. Vinnumarkaður Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Trúlega eigum við eftir að fara í gegnum aðra bylgju eftir jólin þannig að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir,“ segir Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar. „Þess vegna leggur Vinnumálastofnun mestan þunga á menntun og virkni í vetur. Við viljum nýta tímann sem best og liðka fyrir ráðningum,“ segir Birna. Birna bendir sérstaklega á tvö ný úrræði. Annars vegar leið fyrir fólk að nýta tímann og fara í eina önn í nám án þess að greiða námslán, því atvinnuleysisbætur skerðast ekki á meðan. Hins vegar bendir á styrk fyrir atvinnurekendur sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá. Þessi styrkur hljóðar upp á allt að kr.322.804 á mánuði í sex mánuði. „Nokkur ásókn hefur verið í þetta vinnumarkaðsúrræði nú í haust og í ágúst og september voru gerðir 118 samningar um ráðningar- og nýsköpunarstyrki miðað við 33 samninga sömu mánuði árið 2019,“ segir Birna og bætir við: „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari fyrstu grein af þremur er rýnt í nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið. Erfið staða fram yfir páska „Atvinnulausum fjölgaði í öllum landshlutum utan Vestfjarða, um meira en 100% milli októbermánaða 2019 og 2020,“ segir Birna. Það að Vestfirðir séu undanskildir segir Birna líklega skýrast af því að þar hafi störf í ferðaþjónustu ekki fækkað eins mikið og annars staðar. Um tuttugu þúsund manns eru nú á atvinnuleysisbótum, þar af flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem aukning á milli ára hefur verið gífurleg. „Atvinnulausum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um átta þúsund á milli ára,“ segir Birna. Undanfarna mánuði hafa umsóknir um atvinnuleysisbætur verið um tvö til þrjú þúsund á mánuði. „Við taka mánuðir þar sem atvinnuleysi eykst að jafnaði og spáir Vinnumálastofnun að atvinnuleysi verði yfir 11% fram yfir páska,“ segir Birna. Þá segir Birna um fimm þúsund manns vera í hlutabótaleiðinni. Af þeim hópi séu flestir í 50% starfi. Ferðaþjónustan hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á faraldrinum en í öðrum starfsgreinum hefur líka fjöldi fólks misst vinnu sína. „Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð í öðrum greinum líkt og byggingariðnaði, þar sem fjölgaði um meira en 700 atvinnulausra milli október 2019 og 2020,” segir Birna og bætir við: Fram undan er háveturinn, en þá eykst atvinnuleysi í byggingariðnaði að öllu jöfnu. svo búast má við að atvinnuleysi í byggingariðnaði aukist enn á næstu mánuðum.” Ungt fólk og barnafjölskyldur? Í dag eru 20.262 einstaklingar á atvinnuleysisbótum. Til viðbótar eru 4.759 einstaklingar á hlutabótum. Um 60% fólks á atvinnuleysisbótum er 39 ára og yngri. Ríkisfang: 60/40 hlutföll Á mynd má sjá að um 40% einstaklinga á atvinnuleysisbótum eru með erlent ríkisfang. Af erlendum ríkisborgurum er tæp helmingur einstaklinga frá Póllandi. Þá segir Birna að þegar landshlutadreifing og ríkisfang er skoðað, megi sjá að hlutfallslega búa flestir á Suðurnesjum sem eru á atvinnuleysisbótum. Þar búi einmitt mjög hátt hlutfall atvinnulausra Pólverja. Túristabólan sem sprakk Birna segir hrun ferðaþjónustunnar hafa bitnað illa á ungu fólki, ekki síst ungu fólki með erlent ríkisfang. Hrunið í ferðaþjónustu hefur komið hart niður á ungu erlendu starfsfólki sem starfaði til dæmis við gistiþjónustu, í veitingaþjónustu eða annarri tengdri ferðaþjónustu. Þetta er fólk sem streymdi hingað í túristabólunni og lendir núna illa í því,“ segir Birna. Á mynd má sjá sundurliðun aldurshópa á atvinnuleysisbótum miðað við ríkisfang. Færri konur á atvinnuleysisbótum Þegar tölur sundurliðaðar eftir kyni eru skoðaðar, má sjá að í öllum aldurshópum eru færri konur á atvinnuleysisbótum. Birna bendir hins vegar á að samkvæmt tölum Hagstofunnar, er atvinnuþátttaka kvenna minni en karla almennt. Nám er tækifæri Að sögn Birnu hafa úrræði til frekari menntunar verið aukin og munu allt að þrjú þúsund atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur, bjóðast að skrá sig í dagskóla samhliða atvinnuleysisbótum í eina önn. Eftir það tekur námslánakerfið við. Þetta úrræði nefnist hjá stofnuninni „Nám er tækifæri“ og er tilboð sem afmarkast við nám í framhaldsfræðslu sem og starfs- og tæknináms í framhaldsskólum. „Þar sem umsóknarfrestir í skólana eru við það að renna út mun það koma í ljós á næstu vikum hve margir kjósa að nýta sér Nám er tækfæri. Vinnumálastofnun hefur látið útbúa veglegt kynningarefni í formi myndbanda sem dreift hefur verið á atvinnuleitendur og víðar um tækifærin sem felast í þessari leið,“ segir Birna og bendir á að þetta úrræði sé í raun leið til að fara ókeypis í framhaldsnám því fólk þurfi ekki að kosta til námið með námslánum og ríkið tryggi framfærslu á meðan með greiðslu atvinnuleysisbóta. Á meðfylgjandi mynd má sjá menntun fólks sem er á atvinnuleysisskrá. Flestir eru aðeins með grunnskólapróf. Ath: Þessi tafla hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sýndi hún að flestir væru með háskólamenntun. Þá segir Birna fleiri úrræði hafa verið kynnt til sögunnar eða þau hækkuð. Sem dæmi nefnir hún styrk til atvinnuleitenda vegna námskeiðagjalds. Sá styrkur var hækkaður tímabundið úr 50% í 75% en þó að hámarki 80.000 krónur. Þá hefur íslenskukennsla fyrir innflytjendur verið samræmd og eins segir Birna nú heimilt að ráða mentor á vinnustað eða í skóla til að aðstoða innflytjendur eða ungt fólk. Birna hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér styrki fyrir námskeið á meðan það er ekki með vinnu. Þessir styrkir eru allt að kr.80.000.Vísir/Vilhelm Styrkir fyrir vinnuveitendur til að skapa störf Síðustu mánuði hefur verið hægt að sjá hvernig hertar sóttvarnaraðgerðir hafa haft bein áhrif á fjölda umsókna um atvinnuleysisbætur eða hlutabætur. „Hlutabótaleiðin tók kipp þegar sóttvarnaraðgerðir voru hertar,“ segir Birna og upplýsir að þar hafi umsóknir verið áberandi frá veitingahúsum, hárgreiðslustofum, snyrtistofum og fleiri fyrirtækjum þar sem hertar reglur höfðu bein áhrif á rekstur og viðskipti. Að sögn Birnu geta vinnuveitendur fengið 100% grunnatvinnuleysisbætur auk 11,5% framlags í lífeyrissjóð í styrk, eða allt að 322.804 kr. á mánuði. „Reglugerð um vinnumarkaðsúrræði var breytt í haust sem þýðir að allir sem hafa verið sex mánuði án vinnu taka með sér 100% styrk inn í 100% starf hjá atvinnurekenda,“ segir Birna. Þá segir hún Vinnumálastofnun nú vinna að því að koma á samstarfi við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög, opinberar stofnanir og atvinnurekendur almennt um það að skapa störf með styrk. Á mynd má sjá þróun nýrra umsókna síðustu mánuði og hvernig hertar sóttvarnarreglur höfðu áhrif á umsóknarfjölda á haustmánuðum.
Vinnumarkaður Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00
Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. 20. apríl 2020 11:00