Vel gert foreldrar! Þóra Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 08:00 Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi. Meðal þeirra eru réttur til að hafa áhrif á ákvarðanir sem þau varða. Foreldrar ættu því ekki að taka ákvarðanir eða ráða öllu um börnin sín ein, án umhugsunar og án samráðs við börnin sín. Eins og margir foreldrar vita nú eiga börn lagalegan rétt á að segja nei mamma eða nei pabbi, ég vil ekki að þú deilir mynd af mér á netið eða segir frá því að ég hafi verið að gera eitthvað fyndið, kjánalegt og/eða skemmtilegt. Og foreldrum ber skylda til að hlusta á þann vilja barnsins og virða hann. Börn, eins og aðrir, eiga rétt á friðhelgi einkalífs og þau eiga rétt á því að hafa eitthvað um það að segja hvort og hvernig um þau er fjallað á netinu. Þau réttindi þeirra eru tryggð í Barnasáttmálanum og öðrum lögum. Það er frábært að fylgjast með foreldrum í dag sem eru að læra nýja siði og virðingu gagnvart börnum í samfélaginu. Það er mjög jákvæð þróun að eiga sér stað. Fleiri og fleiri eru meðvitaðir og gæta þess að spyrja börn sín um leyfi áður en þeir fjalla um þau opinberlega, t.d. á netinu. Vel gert foreldrar! Það er þó ástæða til að mati Barnaheilla að árétta að foreldrar þurfa að muna að spyrja börn sín um leyfi fyrir því að tala opinberlega um persónuleg mál þeirra, hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fréttum eða á öðrum vettvangi. Og jafnvel þó að barnið veiti samþykki sitt fyrir umfjöllun er mikilvægt fyrir foreldra að hugsa sig vel um hvort umfjöllun sé barninu og umhverfi þess endilega til góðs því allar ákvarðanir sem foreldrar taka um börn sín ættu að samræmast bestu hagsmunum þess. Það er ekki alltaf þannig að umfjöllun, jafnvel þó hún sé jákvæð, sé það sem barni er fyrir bestu. Gott er að hafa í huga að hægt er að leita ráða hjá Barnaheillum ef foreldrar eða aðrir standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þau vilji að fjölmiðlar fjalli um málefni barns. Fyrir foreldra eru til fínar leiðbeiningar um umfjöllun um börn á samfélagsmiðlum sem gagnlegt er að kynna sér. Þær má finna á heimasíðum útgefenda þeirra, Barnaheilla, Heimila og skóla og SAFT, UNICEF, Fjölmiðlanefndar og Umboðsmanns barna. Það er að stórum hluta í höndum foreldra að gæta að og framfylgja réttindum barna samkvæmt Barnasáttmálanum. Foreldrar ættu því að hugsa sig um og gæta vel að því að birta ekki myndir eða umfjöllun um börn sín án samþykkis þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Alltaf skal gæta að virðingu barnanna þegar um þau er fjallað eða myndir af þeim eru birtar. Það má lengi bæta það sem gott er og verða enn meðvitaðri um tillit til réttinda barna og virðingu við þau. Barnaheill vinna að bættum réttindum barna og hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í störfum sínum. Við vekjum athygli á nýopnaðri fræðslusíðu um Barnasáttmálann, www.barnasattmali.is sem hefur meðal annars að geyma fræðslu til foreldra um réttindi barna. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar