Þjóðhagsleg arðsemi Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé skrifar 24. nóvember 2020 07:31 Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar