Þjóðhagsleg arðsemi Borgarlínu Hrafnkell Á. Proppé skrifar 24. nóvember 2020 07:31 Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Hafa forsendur greiningarinnar, aðferðafræði og réttmæti niðurstöðunnar verið dregnar í efa en niðurstöður greiningarinnar draga fram að Borgarlínuverkefnið er þjóðfélagslega arðbært og að með tilkomu Borgarlínunnar verður almenn bílaumferð minni en hún hefði ella orðið Af gagnrýnendum má helst skilja að beita hefði átt annarri aðferðarfræði við að meta þjóðhagslega arðsemi verkefnisins, að þau viðmið sem horft sé til séu ekki sniðin að íslenskum aðstæðum og að arðsemiskrafan sé óeðlileg. Að mati þessarar aðila gefur niðurstaða félagshagfræðilegu greiningarinnar því ekki rétta niðurstöður. Rétt er að koma eftirfarandi á framfæri. Í samræmi við alþjóðlega staðla og tryggir faglegheit við ákvarðanatöku Frá því að Borgarlínuverkefnið var sett á dagskrá árið 2015 hefur verið stefnt að því að nýta slíka greiningu til að meta arðsemi verkefnisins. Er það í samræmi við ábendingar OECD um að forgangsröðun fjárfestinga í innviðum sé ábótavant á Íslandi og gera þurfi átak í þeim efnum. Sú félagshagfræðilega greining sem beitt er á Borgarlínuverkefnið fylgir leiðbeiningum Evrópusambandsins og OECD en gerð er krafa um slíkar greiningar ef leitað verður fjármögnunar utan landssteinanna fyrir verkefnið. Vandað var til verka Verkefnið var tengt gerð nýs fjölferðamáta samgöngulíkans og var lögð áhersla á að fylgja alþjóðlegri og staðlaðri aðferðafræði við mat á kostnaði og ábata en slíkt er mikilvægt til að hægt sé að bera Borgarlínuna saman við önnur sambærileg verkefni. Það er ekki svo að Verkefnastofa Borgarlínu eða þeir ráðgjafar sem unnu félagshagfræðilegu greininguna hafi handvalið þá kostnaðar- og ábataþætti eða aðferðaferðafræði sem metnir voru, eins og skilja má á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðurnar og lýst miklum efasemdum um verkefnið. Til að meta arðsemina var TERESA líkaninu beitt. Það var þróað af dönskum samgönguyfirvöldum og Vegagerðin hefur lagað það að íslenskum aðstæðum. Líkaninu hefur áður verið beitt á samgönguverkefni hérlendis og er ætlunin að halda því áfram. Næmnigreinin er notuð til að gera grein fyrir áhrifum óvissu í undirliggjandi forsendum, eins og tíðkast fyrir verkefni á fyrstu stigum. Farið var í einu og öllu eftir alþjóðlega staðlaðri aðferðarfræði og viðurkennt reiknilíkan notað sem samgönguyfirvöld hafa nýtt í öðrum verkefnum. Spyrja má hvort gagnrýnin hefði ekki verið mun meiri og alvarlegri sú væri ekki raunin? Höfundur er forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar