Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 16:31 Lewis Hamilton fagnar sínum sjöunda heimsmeistaratitli í Formúlu 1 sem hann vann í Tyrklandi um þarsíðustu helgi. getty/Clive Mason Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013. Formúla Bretland Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013.
Formúla Bretland Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn