Rukka ekki áskrifendur í desember en óljóst með korthafa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:55 Hlaupabrettin í World Class í Laugardal en stöðin er betur þekkt sem Laugar. Vísir/Vilhelm World Class hefur ákveðið að rukka ekki áskrifendur sína í desember eftir að hafa sent áskrifsendum sínum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember. Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class vill ekki svara því hvernig brugðist sé við gagnvart þeim sem eigi árskort eða önnur tímabundin kort hjá líkamsræktarstöðinni. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá 31. október og ekki ljóst hvenær þær opna á nýjan leik. Stöðvarnar fengu grænt ljós á að opna fyrir hóptíma í tuttugu manna samkomubanni en fæstar nýttu sér það. World Class hafði þó opið í tíu daga eða þar til aðgerðir voru hertar um mánaðamótin. Næst má reikna með afléttingu takmarkana hér á landi 2. desember en hve miklar þær verða er óljóst. Sóttvarnalæknir hefur talað fyrir því að fara verið hægt í afléttingar. Birgitta Líf Björnsdóttir er markaðs- og samfélagsmiðlarstjóri World Class.@birgittalif Í tilkynningu á vef World Class á mánudag segir að World Class hafi sent áskrifendum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í tvær vikur. „Þar sem ekki var hægt að opna að 2 vikum liðnum þá verða ekki sendir út reikningar fyrir desember,“ sagði í tilkynningunni. Stór hluti þeirra sem stunda líkamsrækt hjá World Class, sem telja um 45 þúsund manns í heildina, eru með árskort eða skemmri kort til nokkurra mánaða. Fréttastofa sendi Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðs- og samfélagsstjóra World Class, fyrirspurn um hvernig brugðist verði við gagnvart handhöfum slíkra korta. Sömuleiðis hve margir korthafar væru hjá World Class. „Sæll og takk fyrir að hafa samband. Allar nauðsynlegar upplýsingar birtast á heimasíðunni okkar,“ sagði Birgitta og birti broskarl með svari sínu. Neytendur Heilsa Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
World Class hefur ákveðið að rukka ekki áskrifendur sína í desember eftir að hafa sent áskrifsendum sínum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember. Markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class vill ekki svara því hvernig brugðist sé við gagnvart þeim sem eigi árskort eða önnur tímabundin kort hjá líkamsræktarstöðinni. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar frá 31. október og ekki ljóst hvenær þær opna á nýjan leik. Stöðvarnar fengu grænt ljós á að opna fyrir hóptíma í tuttugu manna samkomubanni en fæstar nýttu sér það. World Class hafði þó opið í tíu daga eða þar til aðgerðir voru hertar um mánaðamótin. Næst má reikna með afléttingu takmarkana hér á landi 2. desember en hve miklar þær verða er óljóst. Sóttvarnalæknir hefur talað fyrir því að fara verið hægt í afléttingar. Birgitta Líf Björnsdóttir er markaðs- og samfélagsmiðlarstjóri World Class.@birgittalif Í tilkynningu á vef World Class á mánudag segir að World Class hafi sent áskrifendum reikning fyrir tveimur vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í tvær vikur. „Þar sem ekki var hægt að opna að 2 vikum liðnum þá verða ekki sendir út reikningar fyrir desember,“ sagði í tilkynningunni. Stór hluti þeirra sem stunda líkamsrækt hjá World Class, sem telja um 45 þúsund manns í heildina, eru með árskort eða skemmri kort til nokkurra mánaða. Fréttastofa sendi Birgittu Líf Björnsdóttur, markaðs- og samfélagsstjóra World Class, fyrirspurn um hvernig brugðist verði við gagnvart handhöfum slíkra korta. Sömuleiðis hve margir korthafar væru hjá World Class. „Sæll og takk fyrir að hafa samband. Allar nauðsynlegar upplýsingar birtast á heimasíðunni okkar,“ sagði Birgitta og birti broskarl með svari sínu.
Neytendur Heilsa Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira