Farsóttarþreyta og betri tíð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:30 Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun