Súrefni sálarinnar Ívar Halldórsson skrifar 15. nóvember 2020 23:02 Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir þessa árs eru ekki án fórnarkostnaðar eins og löngu ljóst er. Í umræðunni hefur einna mest borið á áhyggjum af efnahagslegum afleiðingum þessa hörmulega heimsfaraldurs, áhrifum hans á fyrirtækjarekstur, ferðaþjónustu og menntun af ýmsu tagi. Það var þó óneitanlega ánægjulegt að heyra mennta- og menningarmálaráðherra útskýra nýlega að brotthvarf frá skólum virðist vera í minni mæli og meðaleinkunn hærri nú en fyrir hertar aðgerðir yfirvalda. Það er auðvitað nauðsynlegt að líta ekki fram hjá þeim sólargeislum sem ná í gegnum dökka skýjabólstrana sem hanga yfir okkar ágæta samfélagi. Mikil og þörf áhersla hefur verið lögð á að lágmarka áhrifin á heilbrigðiskerfið til að tryggja þeim sem smitast af veirunni þá þjónustu og umönnun sem þeir þurfa á að halda og eiga rétt á. Það er ekki öfundsverð staða að þurfa að forgangsraða og flokka hvers konar sjúklingum á að þjóna fyrst í nútímasamfélagi sem á að hafa alla burði til að sinna öllum þeim sem þurfa á faglegri þjónustu að halda án mikilla tafa. Við sem þjóð erum lánsöm að hafa fólk í forsvari sem sannarlega ber hag okkar fyrir brjósti og leggur ómældan tíma og orku í að koma í veg fyrir hættulega útbreiðslu veirunnar. Í umræðunni hefur þó minna borið á því andlega tjóni sem landsmenn á öllum aldri verða fyrir í þessari hörðu baráttu. Einangrun, einvera og atvinnutengd áföll eru kringumstæður sem liggja eins og mara á ótalmörgum í dag. Það er t.d. gríðarlegt andlegt álag sem fylgir því að missa atvinnu - ekki síst fyrir þá sem þurfa að sjá fleirum en sér sjálfum; eiga maka og börn. Við horfum fram á að metfjöldi landsmanna verði án atvinnu á næsta ári. Þunglyndi, uppgjöf og vonleysi eru tíðir og fyrirsjáanlegir fylgifiskar atvinnumissis. Þá hefur gríðarlegur fjöldi ungs fólks búið við langvarandi samfélagslega einangrun og hreyfingarleysi vegna sóttvarnaraðgerða og þurft að bera þungar byrðar í hljóði á meðan við sem þjóð keppumst við að standa af okkur storminn. Þunglyndi og kvíði voru þegar vaxandi vandamál hérlendis meðal ungmenna áður en faraldurinn geisaði og nú bætist grátt ofan á svart hjá mörgum í torfærri tilveru. Í skýrslu heilbrigðisráðherra (148. löggjafarþing 2017–2018) um geðheilbrigðismál kemur fram í inngangi að geðheilbrigði sé ein af grundvallarforsendum heilbrigðis. Í skýrslunni má nánar lesa:„Geðheilbrigðismál eru víðfeðmur málaflokkur og margir þættir sem þarf að huga að við skipulag forvarna, geðræktar og þjónustu. Vitundarvakning er í samfélaginu varðandi geðheilbrigðismál sem endurspeglast meðal annars í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar . Stjórnvöld og almenningur vilja setja geðheilbrigðismál í forgang.“ Eru yfirvöld að undirbúa sig undir það álag sem kemur til með að vera á heilbrigðiskerfinu á næsta ári þegar áhrif einveru og atvinnumissis gera vart við sig af þunga? Mið megum á engan hátt vanmeta þau áhrif sem faraldurinn hefur og mun hafa á andlega heilsu landsmanna. Nú er brýnt að ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld búi sig undir afleiðingar áfalla- og streituröskunar í kjölfar sóttvarnaaðgerða okkar. Forvarnaraðgerðir yfirvalda sem fyrirbyggja að fólk smitist af veirunni koma óhjákvæmilega niður á andlegri heilsu margra. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera meðvituð um. Á meðan við skörum fram úr í umönnun smitaðra megum við þó ekki gleyma þeim sem verða fyrir andlegum áföllum í aðgerðunum og bera ósýnilegan innri skaða sem ekki hverfur með tilkomu bóluefnis. Við vitum að veiran herjar á lungu þeirra sem hún smitar og hindrar þannig nauðsynlegt súrefnisflæði um líkamann. Gleymum ekki að andleg vellíðan er súrefni sálarinnar. Sem samhent samfélag þurfum við að tryggja þjóðarsál okkar nægt súrefni til að takast á við uppbyggingu samfélagsins 2021.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun