Google Photos hættir að bjóða upp á ótakmarkað magn mynda ókeypis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 10:23 Google Photos er gríðarlega vinsælt myndaforrit um allan heim. Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma. Google Ljósmyndun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Myndaforritið Google Photos mun hætta að bjóða viðskiptavinum sínum að hlaða upp ótakmörkuðu magni mynda ókeypis. Eins og nafnið gefur til kynna er forritið rekið af netrisanum Google en þegar fyrirtækið kynnti þessa þjónustu sína árið 2015 lofaði það ótakmörkuðu magni mynda og myndskeiða sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Að því er fram kemur í frétt BBC mun Google nú takmarka gagnamagnið sem hægt er að fá frítt við fimmtán gígabæt fyrir hvern reikning á Google Photos, sem deilt er með vinsælum forritum fyrirtækisins á borð við Gmail og Google Drive. Hver sem vill geyma fleiri myndir en það mun þurfa að borga Google fyrir geymsluna. Breytingin tekur gildi 1. júní 2021. Myndir sem er hlaðið upp fyrir þann tíma munu ekki telja með í takmörkuðu gagnamagni á Google Photos heldur aðeins myndir sem hlaðið er upp eftir þann tíma. „Þegar við segjum minningar til æviloka þá meinum við það svo sannarlega,“ sagði í yfirlýsingu Google þegar Google Photos var hleypt af stokkunum árið 2015. Með fylgdi loforðið um ótakmarkað magn sem hægt yrði að hlaða upp ókeypis. Nú segir fyrirtækið hins vegar að sá gríðarlegi vöxtur sem verið hefur hjá Google Photos sé ekki sjálfbær. Nauðsynlegt sé að gera þessar breytingar til þess að mæta þörfum notenda Google Photos til lengri tíma.
Google Ljósmyndun Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira