Tollamál úti á túni Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 17:53 Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun