Tollamál úti á túni Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 17:53 Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarforsenda réttarríkis að allir fari að lögum, þó sérstaklega ríkið. Í ljós hefur komið að misræmi er í tölum Evrópusambandsins um útflutning á búvörum til Íslands og tölum íslenskra stjórnvalda um innflutning. Þetta er staðreynd og við þessu þarf að bregðast. Komi í ljós að um ásetning sé að ræða ber að taka á því með festu og koma í veg fyrir að slíkt viðgangist. Um þetta eru Félag atvinnurekenda og Landssamband kúabænda sammála. Í grein framkvæmdastjóra FA, sem birtist í gær, var því hins vegar gert skóinn að þeir sem hafa verið gagnrýnir á þetta títtrædda misræmi, og vakið athygli á að hér gæti verið um tollasvindl að ræða, væru að fara með ýkjur og jafnvel að mála skrattann á vegginn. Vísar hann máli sínu til stuðnings í minnisblað starfshóps á vegum fjármálaráðuneytisins þar sem nefndar eru ýmsar orsakir sem gætu skýrt misræmið. Þá vísar hann sérstaklega til eftirfarandi texta: „Vara getur verið flokkuð á ólíkan hátt í tveimur löndum, annars vegar vegna mistaka, þ.e. óvart er sett rangt tollskrárnúmer, eða sá sem fyllir út skýrsluna veit ekki betur. Hins vegar getur verið sett rangt tollskrárnúmer af ásetningi til að forðast greiðslu aðflutningsgjalda þar sem gjöld eru misjöfn eftir tollskrárnúmerum,“ Virðist sem svo að tvær fyrri ástæðurnar séu ekki alvarlegar í augum framkvæmdastjórans, en þar erum við ósammála. Tollflokkun er á ábyrgð innflytjenda. Það að óvart hafi skráning verið röng eða viðkomandi hafi bara ekki vitað betur eru grafalvarleg mál. Niðurstaðan er nefninlega sú sama og af þeirri síðastnefndu; ef um ásetning er að ræða. Að bera fyrir sig mistök eða vita ekki betur breytir því ekki og er með öllu óásættanlegt. Jurtaosturinn upphaf frekari skoðunar Misræmismálið á rætur sínar að rekja til skoðunar á innflutningi á ákveðnum osti, sem er 84% mozzarellaostur með íblandaðri jurtafitu, og var tilefni greinaskrifa framkvæmdastjóra FA. Sá ostur var tollflokkaður sem jurtaostur hingað til lands, í nokkur ár ef rétthermt er hjá framkvæmdastjóra FA. Þrátt fyrir það liggur fyrir bindandi álit Tollstjóraembættisins frá í febrúar síðastliðnum um að þessi tiltekna vara sé ostur sem og afdráttarlaus niðurstaða tolla- og skattaskrifsofu ESB í Brussel í kjölfarið um að umrædd vara eigi að flokkast undir 4. kafla tollskrár með öðrum mjólkurosti. Innflutningur á jurtaosti nam alls um 300 tonnum árið 2019 eða sem nemur framleiðslu 3 milljón lítra mjólkur. Þetta tollskrárnúmer, þ.e. jurtaostur, ber engan toll og því er um umfangsmikla hagsmuni að ræða og mikilvægt að rétt sé staðið að málum. Forsvarsmenn Landssambands kúabænda hafa meðal annarra vakið athygli á að tollflokkun umræddrar vöru inn til landsins væri röng. Á það hefur svo fjármálaráðuneytið fallist, eðlilega. Í kjölfarið var hins vegar ráðist í að skoða fleiri flokka og þá kom í ljós að jurtaosturinn var sennilega aðeins toppurinn á ísjakanum. Hefur þetta síðan fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum og á alþingi. Minnisblaðið verðskuldar athygli Ég fagna því mjög að framkvæmdastjóri FA veki verðskuldaða athygli á minnisblaði starfshóps fjármálaráðuneytisins því þar koma fram mjög alvarlegar niðurstöður. Þar segir m.a.: „Í ljós kom að gæðum gagnanna var mjög ábótavant. Skatturinn hafði samband við innflytjendur og tollmiðlara og boðaði þá á sinn fund þar sem niðurstöður voru kynntar. Lofuðu tollmiðlarar og innflytjendur að vinna að því að bæta gæði gagna, sérstaklega hvað varðar tollflokkun og vörulýsingar, en þessi atriði í tollskýrslum voru almennt áberandi röng.“ Þar segir ennfremur: „Undanfarin 1-2 ár hefur vakið athygli endurskoðunardeildar Skattsins að mál er varða innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum hafa verið óvenju oft á borði allra deilda tollgæslustjóra. Ástæða er til að skoða undanskot í gjöldum hvað varðar osta, kjöt, blóm og ýmsa matvöru.“ Samkvæmt minnisblaðinu hefur Skatturinn ráðist í umfangsmikla úttekt á því hvaða innflytjendur séu mögulega að tollflokka vörur ranglega og hefur hún leitt til þess að bæði ákveðnar vörur og ákveðnir innflytjendur eru um þessar mundir til skoðunar hjá embættinu og geta t.a.m. ekki tollafgreitt vörur án skoðunar og samþykkis tollyfirvalda. Áhyggjur forsvarsmanna landbúnaðarins, sem og fjölmargra annarra, eru því sannanlega ekki sprottnar af engu. Ég vona sannanlega að ekki sé verið að stunda tollasvindl í stórum stíl. Ég vil trúa því að fólk virði lög og reglur. Hér er mikið í húfi, fyrir bændur, ríkissjóð og samfélagið allt. Það að einhverjir aðilar á markaði geti farið á svig við reglur sem aðrir virða, raskar einnig samkeppni. Það er því mikilvægt fyrir alla að málið sé kannað ofan í kjölinn og niðurstaða komi fljótt. Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar