Orð í tæka tíð Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun