Orð í tæka tíð Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 11. nóvember 2020 08:00 Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku bárust mér fregnir um að nákominn ættingi hefði hnigið niður að tilefnislausu. Hjartað mitt missti úr slag því ég uppgötvaði að ég átti ýmislegt eftir ósagt við hann. Síðastliðið ár hefur verið nánast ómögulegt að heimsækja stóran hluta vina og vandamanna vegna kórónuveirunnar. Það var því sérstök tilfinning að upplifa sektarkennd yfir því að hafa ekki heilsað upp á hann eins oft og ég er vön. Á meðan ég beið eftir frekari fréttum hnipraði ég niður nokkur vel valin orð til hans og sendi honum strax því mér varð hugsað til pistils sem ég skrifaði fyrir um tveimur árum um minningargreinar og bar heitið „Orðin sem komu of seint“. Skilaboð til hins látna Í pistlinum kemur meðal annars fram að Íslendingar séu mjög duglegir að skrifa um ástvini sem hafa fallið frá en á hverjum degi eru allt að tíu blaðsíður í Morgunblaðinu tileinkaðar minningargreinum. Margar minningargreinar eru sögur af manneskju, orð til hennar eða um hana. Oftast er um jákvæðar minningar að ræða og fallega talað til viðkomandi. Höfundar ávarpa í auknum mæli hinn látna í annarri persónu og eru minningarorðin því farin að líkjast sendibréfum sem innihalda skilaboð sem höfundar vilja koma áleiðis til hins látna. Stundum má jafnvel lesa iðrun eða eftirsjá í textanum. Þessar greinar geta því verið afar fallegar og tilfinningaþrungnar lesturs en hið sorglega er að hinn ávarpaði fær þær aldrei lesið. Það er undarlegt hvað margir hafa sterka tilhneigingu til að sitja á tilfinningum sínum í garð einhvers sem þeim þykir vænt um. Eftir að ástvinurinn er fallinn frá geta þeir hins vegar skrifað heila grein um hann og birt öllum, nema hinum látna ástvini, í Morgunblaðinu. Jólaminningarkort Nú hefur veiran verið til trafala meirihluta ársins. Strangar sóttvarnaraðgerðir hafa þær afleiðingar að flestir halda sig heima að mestu leyti og hitta fáa. Á hverjum degi heldur maður í vonina um að sjá tölur um færri smit og að lífið færist í eðlilegt horf. En dagarnir líða furðu hratt og það styttist í jólin. Nú er ráð að nota tækifærið og endurvekja jólakortin með ögn breyttu sniði. Í staðinn fyrir sjálfumglaða samantekt af fjölskylduafrekum á liðnu ári mæli ég með því að skrifa niður nokkrar línur af hrósum og góðum minningum til vina og vandamanna. Orð til ástvina í tæka tíð. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun