Opið bréf til hluthafa Baldur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2020 15:30 Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru eigendur íslenskra almenningshlutafélaga. Nei, þetta bréf er ekki „bara“ ætlað þeim þúsundum einstaklinga sem eru skráðir hluthafar í almenningshlutafélögum. Bréfið er ætlað öllum eigendum, líka ykkur sem eigið óbeint hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðinn ykkar eða hlutabréfasjóði. Við erum nefnilega lang flest hluthafar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Að mínu mati ætti okkur að líka það mjög vel. Við ættum að vera stolt af því að vera hluthafar og fjárfestar og leitast við að beita okkur sem slíkir, þar sem við getum. Þátttaka okkar skiptir máli og við getum fengið sæti við borðið, notið betri ávöxtunar og verið hreyfiafl til góðs, ef við virkilega látum á það reyna. Það er mikið talað um samfélagsábyrgð. Að við þurfum að auka jafnrétti og bregðast við vaxandi ójöfnuði, hnattrænni hlýnun og öðrum ógnum sem steðja að umhverfinu. Samhliða því þurfum við að skapa ný störf og sjálfbæran hagvöxt. Fjármálamarkaðurinn verður að gegna lykilhlutverki í því að láta þetta verða að veruleika, ef vel á að takast. Og þið, kæru hluthafar, eruð mikilvægir þátttakendur á markaðnum. Adena Friedman, forstjóri Nasdaq, orðaði þetta nokkuð vel í nýlegu viðtali við CNBC þegar hún sagði (í þýðingu undirritaðs): „Ef ég ætti að segja hver væri besta leiðin til að tryggja að ég legði áherslu á að við sköpum langvarandi ábata fyrir samfélagið okkar, starfsfólkið okkar og samfélögin í kringum okkur þá er það að láta fjárfesta spyrja mig út í þessi mál á hverjum ársfjórðungi.“ Markaðurinn verður ekki hluti af lausninni nema við hættum að standa á hliðarlínunni og stígum inn á völlinn, hvort sem það er með því að fjárfesta beint í hlutabréfum og sjóðum eða beita okkur fyrir umbótum í gegnum lífeyrissjóðina okkar. Ört vaxandi fjöldi grænna og samfélagsvænna skuldabréfa sem hafa verið skráð á markað hér á landi veitir ákveðna innsýn í möguleikana á þessu sviði. Í nágrannalöndum okkar hefur aukin þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði einnig skapað mikilvæga lífæð fyrir fjölbreytt og spennandi nýsköpunarfyrirtæki, sem þurfa fjármagn og sýnileika til að vaxa. Þetta þýðir einnig að venjulegu fólki hefur verið gefinn kostur á að taka þátt í fjárfestingum sem væru annars einungis í boði fyrir útvalinn hóp. Almenningur mun ekki njóta slíkra tækifæra nema stjórnendur fyrirtækja finni áþreifanlega fyrir krafti samtakamáttarins. Þeir þurfa að finna fyrir áhuga fólks, heyra á umræðunum hversu mikil vannýtt þekking leynist í fjöldanum og sjá hversu öflugir talsmenn einstaklingar geta verið. Ágætu hluthafar, ég hef óbilandi trú á því að gagnsær markaður með virkri þátttöku ykkar geti ýtt undir hagvöxt sem fleiri njóta góðs af og bætt samfélagið okkar. En það er bara mín skoðun. Það er ykkar skoðun sem skiptir máli. Við viljum gera betur í að hlusta á ykkur og hjálpa ykkur að afla þekkingar á þessu sviði, á eigin forsendum. Ég hvet ykkur því til að sækja rafrænan fræðslufund Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland þann 19. nóvember, sem haldinn er í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann. Þið stjórnið ferðinni, kjósið um umræðuefni í beinni og hópur sérfræðinga situr undir svörum. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun