Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 17:41 Georgíumenn mótmæltu niðurstöðu þingkosninga í dag. Vísir/EPA Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september. Georgía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september.
Georgía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent