Pólitísk ákvörðun um sóun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 8. nóvember 2020 14:01 Nú þessa dagana þegar fjárlaganefnd Alþingis fundar dag eftir dag, marga klukkutíma í senn í gegnum fjarfundarbúnað við að gera fjárlagafrumvarpið klárt fyrir aðra umræðu í þinginu er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs sé ráðstafað á þann hátt að nýting þeirra sé sem best og árangur þeirra fyrirtækja og stofnana sem úthlutað fá skattfé almennings af fjárlögum sé í takt við fjárútlátin. Í gegnum tíðina hefur í alltof mörgum tilfellum sú mælistika sett á árangur fagráðuneyta og stofnana þeirra, hversu miklum fjármunum þeim tekst að kreista út úr fjárlögum hverju sinni. Takist ráðherra að kreista vel út fyrir sinn málaflokk, þá hljóti allt að vera á uppleið í þeim málum sem ráðherranum er treyst fyrir og ráðherrann er með afbrigðum duglegur og fylginn sér. En er það svo að auknir fjármunir þýði alltaf betri árangur? Eru það einhver merki um dugnað ráðherra, að hann sé frekur til fjársins? Ætti það ekki frekar að snúast um hversu vel það tekst að nýta þá fjármuni sem næst að kreista út úr fjárlögum? Sjaldan eða aldrei virðist mælistikan vera sett á það hvað ráðherrann og undirstofnanir hans, fá fyrir peninginn sem þau ná að kreista út úr fjárlögum. Er ríkið að fá meira frá þessum stofnunum í ár en árið á undan? Eru afköstin í samræmi við auknar fjárheimildir? Væri hægt að skila sömu afköstum og halda sama þjónustusstigi, án þess að hækka framlögin? Eða jafnvel lækka þau? Ár eftir ár er staðan sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þurfa sífellt meira og meira fjármagn til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Ég ætla ekki að gera neinn ágreining um það. Enda spila þar inn í þættir eins og öldrun þjóðarinnar sem kallar á aukna heilbrigðisþjónustu. Ég ætla hins vegar að varpa fram þeirri spurningu hvort SÍ sé gert það kleift að nýta þá takmörkuðu fjármuni sem þær fá af fjárlögum eins vel og mögulegt er? Getur svarið við þeirri spurningu verið já þegar SÍ er samkvæmt lögum (fjárlögum) bannað að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir og að þær þurfi þá þess vegna að senda fólk af biðlista eftir slíkum aðgerðum til Svíþjóðar eða annarra landa fyrir allt að því þrefalt hærri upphæð en greidd yrði fyrir aðgerð og eftirfylgni á Klíníkinni? Annað dæmi sem nefna mætti, er hvernig heilbrigðisyfirvöld taka á, eða taka ekki á, fráflæðivandanum á Landspítalanum (LSH). Fráflæðivandi verður til þegar úrræði skortir fyrir þásjúklinga spítalans sem lokið hafa meðferð á spítalanum, en geta ekki af ýmsum ástæðum séð um sig sjálfir og þurfa því mismikla umönnun eftir að spítalavist lýkur. Ef ekki tekst að finna viðeigandi úrræði eins og t.d. pláss á hjúkrunarheimili fyrir viðkomandi sjúkling er hann vistaður áfram á spítalanum þar til úrræðið finnst. Það myndi kannski sleppa til, ef að ekki biði annar sjúklingur eftir rúminu sem ætti að losna við útskrift og ef að þessi leið væri ekki svona dýr. Sólarhringurinn á LSH kostar eftir því um hvaða deild er að ræða, á bilinu 120-250 þús. Það þýðir að einn sjúklingur í þannig stöðu kostar spítalann tæplega 44 milljónir á ári miðað við hann dvelji á deild með minnsta kostnaðinn. Dvelji þessi sami sjúklingur á deild með hæsta kostnaðnum er kostnaðurinn hins vegar rúmlega 91 milljón á ári. Það sér það auðvitað hver maður að það þarft ekki marga sjúklinga í þessari stöðu svo kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna eða jafnvel á milljörðum. Fyrir nokkrum árum var ráðist í það að breyta Vífilstöðum í úrræði fyrir þennan sjúklingahóp, þar er kostnaðurinn 52 þús pr. sólarhring eða tæplega 19 milljónir fyrir einn sjúkling sem dvelur þar í eitt ár.Vífilstaðir eru þó meira en helmingi ódýrara úrræði en ódýrasta vistunin á LSH. Gallinn við Vífilstaði er þó sá að þar ekki sama þjónustustig og á hjúkrunarheimilum, þar er takmarkaður fjöldi plássa sem annar engan vegin eftirspurn. Auk þess er þar ekki með í dæminu kostnaður við stoðþjónustu og stjórnun frá LSH. Munurinn gæti því verið minni en getið er hér að ofan. Nú undanfarið, við litlar sem engar undirtektir heilbrigðisyfirvalda,hafa tvö einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum boðist til að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Fyrirtækin sem um ræðir eru Heilsumiðstöðin við Ármúla, sem nú þegar er með rammasamning við SÍ en þyrfti að útvíkka hann og breyta honum örlítið til þess að mögulegt væri að auka þjónustuna. Hitt fyrirtækið er Heilsuvernd í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það fyrirtæki hefur oftar en einu sinni boðist til að taka við um það bil 100 einstaklingum til þess að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Heilsuvernd í Urriðahvarfi leitar eftir sams konar rammasamningi og er í gildi við hjúkrunarheimilin. Þar er kostnaðurinn 32- 38 þús. á sjúkling pr. sólarhring. Á Heilsumiðstöðinni í Ármúla er kostar gisting með fæði 19 þús. pr. sólarhring. Við það bætist svo kostnaður við umönnun sem er eðli máls misjafn eftir sjúklingum. Engu að síður mun kostaðurinn þar aldrei verða meiri en á Vífilstöðum. Það þarf ekki velta þessu mikið fyrir sér til þess að sjá, að bara með því að benda á þessi tvö dæmi, er sóun fjármuna í heilbrigðiskerfinu gríðarleg og hleypur á milljörðum ár hvert. Þessi sóun er ekkert náttúrulögmál, heldur mannana verk.Sóunin er í rauninni ekkert annað en pólitísk ákvörðun heilbrigðisráðherra sem greinilega er tilbúinn að fórna háum fjárhæðum af skattfé almennings til þess að fóðra hatur sitt á einkarekinni heilbrigðisþjónustu í landinu. Hatur sem kostar skattgreiðendur milljarði árlega. Skattgreiðendur eiga skilið betri meðferð takmarkaða fjármuna ríkisins en þetta. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Nú þessa dagana þegar fjárlaganefnd Alþingis fundar dag eftir dag, marga klukkutíma í senn í gegnum fjarfundarbúnað við að gera fjárlagafrumvarpið klárt fyrir aðra umræðu í þinginu er kannski ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs sé ráðstafað á þann hátt að nýting þeirra sé sem best og árangur þeirra fyrirtækja og stofnana sem úthlutað fá skattfé almennings af fjárlögum sé í takt við fjárútlátin. Í gegnum tíðina hefur í alltof mörgum tilfellum sú mælistika sett á árangur fagráðuneyta og stofnana þeirra, hversu miklum fjármunum þeim tekst að kreista út úr fjárlögum hverju sinni. Takist ráðherra að kreista vel út fyrir sinn málaflokk, þá hljóti allt að vera á uppleið í þeim málum sem ráðherranum er treyst fyrir og ráðherrann er með afbrigðum duglegur og fylginn sér. En er það svo að auknir fjármunir þýði alltaf betri árangur? Eru það einhver merki um dugnað ráðherra, að hann sé frekur til fjársins? Ætti það ekki frekar að snúast um hversu vel það tekst að nýta þá fjármuni sem næst að kreista út úr fjárlögum? Sjaldan eða aldrei virðist mælistikan vera sett á það hvað ráðherrann og undirstofnanir hans, fá fyrir peninginn sem þau ná að kreista út úr fjárlögum. Er ríkið að fá meira frá þessum stofnunum í ár en árið á undan? Eru afköstin í samræmi við auknar fjárheimildir? Væri hægt að skila sömu afköstum og halda sama þjónustusstigi, án þess að hækka framlögin? Eða jafnvel lækka þau? Ár eftir ár er staðan sú að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) þurfa sífellt meira og meira fjármagn til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Ég ætla ekki að gera neinn ágreining um það. Enda spila þar inn í þættir eins og öldrun þjóðarinnar sem kallar á aukna heilbrigðisþjónustu. Ég ætla hins vegar að varpa fram þeirri spurningu hvort SÍ sé gert það kleift að nýta þá takmörkuðu fjármuni sem þær fá af fjárlögum eins vel og mögulegt er? Getur svarið við þeirri spurningu verið já þegar SÍ er samkvæmt lögum (fjárlögum) bannað að semja við Klíníkina um liðskiptiaðgerðir og að þær þurfi þá þess vegna að senda fólk af biðlista eftir slíkum aðgerðum til Svíþjóðar eða annarra landa fyrir allt að því þrefalt hærri upphæð en greidd yrði fyrir aðgerð og eftirfylgni á Klíníkinni? Annað dæmi sem nefna mætti, er hvernig heilbrigðisyfirvöld taka á, eða taka ekki á, fráflæðivandanum á Landspítalanum (LSH). Fráflæðivandi verður til þegar úrræði skortir fyrir þásjúklinga spítalans sem lokið hafa meðferð á spítalanum, en geta ekki af ýmsum ástæðum séð um sig sjálfir og þurfa því mismikla umönnun eftir að spítalavist lýkur. Ef ekki tekst að finna viðeigandi úrræði eins og t.d. pláss á hjúkrunarheimili fyrir viðkomandi sjúkling er hann vistaður áfram á spítalanum þar til úrræðið finnst. Það myndi kannski sleppa til, ef að ekki biði annar sjúklingur eftir rúminu sem ætti að losna við útskrift og ef að þessi leið væri ekki svona dýr. Sólarhringurinn á LSH kostar eftir því um hvaða deild er að ræða, á bilinu 120-250 þús. Það þýðir að einn sjúklingur í þannig stöðu kostar spítalann tæplega 44 milljónir á ári miðað við hann dvelji á deild með minnsta kostnaðinn. Dvelji þessi sami sjúklingur á deild með hæsta kostnaðnum er kostnaðurinn hins vegar rúmlega 91 milljón á ári. Það sér það auðvitað hver maður að það þarft ekki marga sjúklinga í þessari stöðu svo kostnaðurinn hlaupi á hundruðum milljóna eða jafnvel á milljörðum. Fyrir nokkrum árum var ráðist í það að breyta Vífilstöðum í úrræði fyrir þennan sjúklingahóp, þar er kostnaðurinn 52 þús pr. sólarhring eða tæplega 19 milljónir fyrir einn sjúkling sem dvelur þar í eitt ár.Vífilstaðir eru þó meira en helmingi ódýrara úrræði en ódýrasta vistunin á LSH. Gallinn við Vífilstaði er þó sá að þar ekki sama þjónustustig og á hjúkrunarheimilum, þar er takmarkaður fjöldi plássa sem annar engan vegin eftirspurn. Auk þess er þar ekki með í dæminu kostnaður við stoðþjónustu og stjórnun frá LSH. Munurinn gæti því verið minni en getið er hér að ofan. Nú undanfarið, við litlar sem engar undirtektir heilbrigðisyfirvalda,hafa tvö einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisgeiranum boðist til að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Fyrirtækin sem um ræðir eru Heilsumiðstöðin við Ármúla, sem nú þegar er með rammasamning við SÍ en þyrfti að útvíkka hann og breyta honum örlítið til þess að mögulegt væri að auka þjónustuna. Hitt fyrirtækið er Heilsuvernd í Urriðahvarfi í Kópavogi. Það fyrirtæki hefur oftar en einu sinni boðist til að taka við um það bil 100 einstaklingum til þess að létta undir með LSH vegna fráflæðivandans. Heilsuvernd í Urriðahvarfi leitar eftir sams konar rammasamningi og er í gildi við hjúkrunarheimilin. Þar er kostnaðurinn 32- 38 þús. á sjúkling pr. sólarhring. Á Heilsumiðstöðinni í Ármúla er kostar gisting með fæði 19 þús. pr. sólarhring. Við það bætist svo kostnaður við umönnun sem er eðli máls misjafn eftir sjúklingum. Engu að síður mun kostaðurinn þar aldrei verða meiri en á Vífilstöðum. Það þarf ekki velta þessu mikið fyrir sér til þess að sjá, að bara með því að benda á þessi tvö dæmi, er sóun fjármuna í heilbrigðiskerfinu gríðarleg og hleypur á milljörðum ár hvert. Þessi sóun er ekkert náttúrulögmál, heldur mannana verk.Sóunin er í rauninni ekkert annað en pólitísk ákvörðun heilbrigðisráðherra sem greinilega er tilbúinn að fórna háum fjárhæðum af skattfé almennings til þess að fóðra hatur sitt á einkarekinni heilbrigðisþjónustu í landinu. Hatur sem kostar skattgreiðendur milljarði árlega. Skattgreiðendur eiga skilið betri meðferð takmarkaða fjármuna ríkisins en þetta. Höfundur er bílstjóri.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun