Fuglaflensa greinst um alla Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 23:03 Fuglaflensufaraldur virðist nú ríða yfir Evrópu en H5N8-veiran hefur greinst í Hollandi, Englandi, Rússlandi og Þýskalandi. Getty/Robert Alexander Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu. Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld í Hollandi keppast við að halda fuglaflensu sem greinst hefur á tveimur fuglabúum í skefjum. Sama veiran, H5N8, hefur greinst bæði í hænum og villtum fuglum í norðurhluta Þýskalands. Fuglabúin tvö, sem eru nærri bænum Puiflijk í austurhluta Hollands, munu þurfa að farga 200 þúsund hænum. Bæirnir tveir hafa verið girtir af og hafa bændur verið hvattir til að halda fuglum sínum innandyra. Eins og áður segir hafa hænsn í Þýskalandi einnig greinst smituð af veirunni og þar að auki hafa hænsn á bæ í Frodsham í norðvestur Englandi greinst með H5N8 og mun búið þurfa að farga 13 þúsund fuglum. H5N8-veiran er mönnum ekki hættuleg en fjárhagslegar afleiðingar geta verið miklar fyrir bú þar sem veiran greinist. Heilbrigðisyfirvöld hafa þó biðlað til fólks að snerta ekki veika eða dauða fugla. Þá sé öruggt að borða kjúklingakjöt og egg ef þau eru elduð í gegn, en veiran deyr við það. Veiran hefur einnig greinst í farfuglum frá Rússlandi en farga þurfti fjölda fugla á búum í Kostroma héraði í Rússlandi seint í síðasta mánuði í von um að hafa hemil á veirunni. Samkvæmt þýsku fréttastofunni NDR hafa meira en þúsund dauðir fuglar fundist við strönd landsins, aðallega endur og gæsir, sem eru taldir hafa dáið úr fuglaflensu. Ekki er langt síðan að skæður fuglaflensufaraldur reið yfir Þýskaland, en 2016-2017 þurfti að farga meira en níu hundruð þúsund fuglum í landinu.
Holland Bretland Þýskaland Rússland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira