Nóvember 2020 Elva Björk Ágústsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 17:01 Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Unglingurinn á heimilinu sest fyrir framan tölvuna sína klukkan átta að morgni og byrjar skóladaginn sinn. Ég heyri hann reglulega segja já og mættur og ég veit að hann reynir af fremsta megni að sinna þeim verkefnum sem hann á að klára. Sjö eða átta tímum seinna lýkur skóladeginum. Þá tekur við smá vina spjall á netinu og tölvuleikjahittingur. Þegar kemur að kvöldmat átta ég mig á því að ég hef varla séð unglinginn allan daginn, dreg hann með mér út í göngutúr eða sendi hann út að hjóla. Eftir kvöldmat heyri ég hann spjalla við vini sína í gegnum tölvuna, inni í lokuðu unglingaherberginu. Á meðan flatmaga ég í sófanum og horfi á fréttirnar á tímaflakkinu, nagandi neglurnar af áhyggjum og foreldra samviskubit yfir kyrrsetu og skjátíma unglingsins. Áramót 1995 eða 1996, man það ekki alveg, ég var allavega unglingur. Vinir og kunningjar ætluðu að hittast eftir miðnætti og fagna nýju ári. Ég vildi vera með, eða öllu heldur, ég VARÐ að vera með. Foreldrar mínir leyfðu mér að vera úti til klukkan eitt. Ég mátti sem sagt hitta vini í eina klukkustund eftir miðnætti! Ég varð brjáluð! Ég hafði ekkert að gera með þessa einu klukkustund, varla þess virði að fara! Ég eyddi þessum áramótum inni í herbergi. Ég þvertók fyrir það að fagna áramótunum með fjölskyldunni, enda algjör skandall að mega bara hitta vinina í eina klukkustund. Ég lokaði mig af inni í herbergi og tók til í fataskápnum, í mótmælaskyni. Já já kannski örlítið dramatísk, ég var lítið þekkt fyrir að vera með jafnaðargeð á þessum árum. Nóvember 2020 Eins leiðinlegt og það er að fá varla að hitta vini og vandamenn, þá bý ég, fertug konan, á heimili með manni mínum og börnum. Ég hitti foreldra mína og systkini. Aðra hitti ég lítið sem ekkert. Sjálfsmynd mín, tilfinninga- og félagsþroski hefur að miklu leyti náð að þroskast. Ég spái ekki lengur daglega í það hver ég er, hvernig ég vil vera, hvað ég vil vinna við, hvaða fatastíll hentar mér, hvaða tónlistarsmekk ég er með og hvort það sem ég segi og geri sé í lagi. Ég þarf ekki lengur að spegla mig í jafnöldrum mínum til að fá hugmynd um hver ég er. Þannig að þessi takmörkuðu samskipti við vini og vandamenn valda kannski smá leiða og einmanaleika, en hafa ekki stórvægileg áhrif á þroska minn og sjálfsmynd. Þannig að þetta dugar mér, í bili. Eins og glögglega má lesa úr dramatísku áramóta sögunni þá eru félagsleg samskipti gríðarlega mikilvæg á unglingsárum. Ég er nokkuð viss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki getað hitt vini og kunningja á þeim tíma þar sem félagsþroskinn minn var í sem mestri mótun, tilfinningastjórnun að eflast og sjálfsmyndin enn þá mjög viðkvæm og óljós. Unglingurinn minn, sem er á fullu að móta sína sjálfsmynd, finna sín gildi og stefnu í lífinu fær ekki að hitta þann hóp sem hann speglar sig mest í. Á unglingsárum er sjálfsmyndin í svo mikilli mótun að talað er um að mótun sjálfsmyndarinnar sé eitt helsta verkefni unglingsáranna. Unglingar finna stílinn sinn, gildin sín og spegla virði sitt í jafningjahópnum. Það að fá ekki að hitta vini sína, nýju skólafélagana og aðra jafningja hefur mun meiri áhrif á þroska og líðan unglinga en okkar fullorðna fólksins. Án þess að vilja hljóma svaka dramatísk, þá er þetta ástand mögulega að hafa áhrif á þann mikla félags- og tilfinningaþroska sem á sér stað á unglingsárum. Ég veit í raun ekkert hver lausnin er. Auðvitað er nauðsynlegt að fylgja fyrirmælum og reglum en mig langar bara að vekja athygli á því að félagsleg einangrun barna og sérstaklega unglinga er mun alvarlegri en sú einangrun sem við upplifum á fullorðinsárum (sem getur auðvitað verið mjög slæm). Sjálfsmyndarvinnan okkar er ekkert sett á pásu og félags- og tilfinningaþroski okkar er ekkert hindraður. Spurning hvort við foreldrar getum prófað að vera meira en foreldrar meðan á þessu sérkennilega ástandi stendur? Prófað að spjalla við unglinginn um eitthvað annað en heimanámið, lestur og svefn? Prófað að spila tölvuleikina, horfa á unglingaþættina og reynt að minnka foreldra samviskubit yfir skjátíma unglingsins? Hvað segiði unglingaforeldrar. Hvernig líður ykkar unglingi og hvernig eruði að aðstoð hann? Höfundur er sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun