Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 15:43 Það vantar ekkert upp á íburðinn á Hótel Keflavík sem hefur verið rekið frá árinu 1986. Lengi vel treysti hótelið nánast eingöngu á bandaríska hermenn í rekstri sínum. Aðsend Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur. Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið. Flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna sóttvarna þá taka áhafnaskiptin hjá kafbátaleitarseit sjóhersins langan tíma og því eru hundruð liðsmanna kafbátaleitarsveita staddir í Reykjanesbæ. Frá þessu greina Víkurfréttir. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík sem hefur verið í rekstri í 34 ár, segist vanur miklum umsvifum í kringum herinn. Fyrstu tuttugu árin hafi bandaríski herinn verið meginuppistaðan af viðskiptum hótelsins. 700 hermenn þegar mest var Í samantekt Víkurfrétta um umsvifin kemur fram að bandaríski flugherinn hafi verið með fjórtán F-15 orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. Þeim hafi fylgt 260 liðsmenn. Þá eru um 500 liðsmenn með tólf bandarískum og tveimur kanadískum kafbátaleitarvélum. Hótel í Reykjanesbæ hafi fyllst en þegar mest var hafi rúmlega 700 hermenn á svæðinu með hundruð bílaleigubíla á leigu. Steinþór segir í samtali við Vísi að álagið í haust hafi verið kærkomið eftir rólegt sumar. Á meðan Íslendingar ferðuðust vítt og breitt um landið komu fáir í Reykjanesbæ. Því sé fagnaðarefni þetta uppgrip í október. Óvissan sé þó sú sama hjá þeim og öðrum. Enginn veit hvernig ástandið verður í næstu viku. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Starfsemi Landhelgisgæslunnar á svæðinu hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. 500 milljóna króna svefnskáli Að jafnaði eru 50 til 100 manns á hótelum alla daga ársins samkvæmt Víkurfréttum sem áætlar að hótelkostnaður Gæslunnar nemi fleiri hundruð milljónum á ári. Það gæti þó breyst að einhverju leyti en í dag var tilkynnt um 500 milljóna króna framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða verkefni Landhelgisgæslunnar sem samdi við Alverk um hönnun og framkvæmdir. Skálinn á að hýsa fimmtíu manns en til stendur að fjölga svefnplássum í 300 fram til ársins 2024. Teikning af svefnskálanum. Aðalgeir Hólmsteinsson framkvæmdastjóri Alverks segir hönnun og undirbúning framkvæmda nú í fullum gangi þessar vikurnar og áætlar að verklegar framkvæmdir á svæðinu hefjist í desember. Um 20 manns munu að jafnaði koma að framkvæmdunum, en Alverk er þegar í viðræðum við jarðvinnuverktaka og fleiri aðila á Suðurnesjum varðandi aðkomu þeirra að verkefninu. Ætlun Alverks sé að eiga samstarf við aðila af nærliggjandi svæðum eins og kostur er. Því fagna væntanlega heimamenn en hvergi á landinu mælist atvinnuleysi hærra en á Reykjanesi. Eins og við var að búast mun draga úr fjölda erlends liðsafla í Reykjanesbæ á næstu vikum. Þó verður alltaf einhver fjöldi erlends liðsafla við vinnu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og annarra verktaka og sérfræðinga og dvelur hluti þeirra á hótelum utan öryggissvæðisins. Lokaði aldrei hótelinu Steinþór segir varðandi reksturinn á Hótel Keflavík að hótelið hafi haft opið síðan í mars þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Margir hafi ýmist lokað eða lokað tímabundið. „Við ákváðum í vor að standa okkar plikt eftir 34 ár með okkar viðskiptavinum. Hafa opið þótt gestir væru færri. Síðan höfum við reynt að þjóna þem. Óvissan er mikil hjá okkur eins og annars staðar. Verður mikið að gera í viku í viðbót, eða hvað?“ Hótelið sé þó þannig hannað að hægt er að taka á móti sex hópum í veitingar, hvort sem er tíu eða tuttugu manna eftir samkomubanni á hverjum tíma. „Við erum hönnuð fyrir Covid ástand án þess að hafa vitað það fyrir fram.“ Steinþór Jónsson hefur rekið Hótel Keflavík í 34 ár. Hann bindur því vonir við jólahlaðborðin í lok nóvember og fram að jólum. Veitingastaðurinn á hótelinu hafi raunar verið opinn frá því í mars, með tilheyrandi kostnaði, en þau vilji að viðskiptavinir geti treyst á sig. Álagið sé þó mikið. „Ég hef aldrei í 34 ár þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum og núna. Þetta er ástand, þótt maður sé heppinn með sumt, þá er þetta allt öðruvísi verkefni en áður.“ Hann ber bandarískum hermönnum vel söguna. „Þetta eru oft upp til hópa bestu gestirnir sem við fáum. Þeir eru agaðir og fylgja reglum í umgengni,“ segir Steinþór. Þeir gisti líka í lengri tíma, daga eða vikur.
Reykjanesbær Varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira