Biðst lausnar eftir brottvikningu sem skiptastjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 11:47 Lárus Sigurður Lárusson er héraðsdómslögmaður og mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum á næsta ári. Aðsend Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun." Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður og oddviti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi alþingiskosningum, hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna. Hann segir brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi sjóðsins. Hann hefur tilkynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra ákvörðun sína. Ákvörðun Lárusar Sigurðar kemur í framhaldi af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku þar sem honum var vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Var hann talinn hafa brotið á starfs- og trúnaðarskyldum með sölu á fasteigninni Þóroddsstöðum í gegnum fasteignafélag eiginmanns síns. Lárus Sigurður segist ósammála niðurstöðu dómsins, neitar að eiginhagsmunir hafi ráðið för og kannar nú forsendur áfrýjunar. Fréttablaðið greindi frá dómi héraðsdóms í morgun. Þar kom fram að áður en til gjaldþrotaskipta fasteignafélagsins Þórodds ehf kom hafi verðmætasta eign þrotabúsins, fasteignin Þóroddsstaðir í Reykjavík, verið sett í sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir barst í eignina og var samþykkt en salan hefði ekki gengið í gegn því kaupandi gat ekki fjármagnað kaupin. Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Þóknunin til eiginmanns Lárusar Fréttablaðið segir dómara hafa komist að því að ekki verði annað séð en að hagsmunir Lárusar hafi ráðið för við ákvörðunina, enda hafi þóknun vegna sölunnar runnið til Sævars Þórs. Tilkynnt var á dögunum að Lárus Sigurður myndi leiða lista Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum á næsta ári. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra leiðir lista flokksins í suðurkjördæmi. Yfirlýsingu frá Lárusi má sjá að neðan. Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna. ,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun."
Reykjavík Dómsmál Námslán Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Skiptastjóranum vikið úr starfi vegna brots á skyldum Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni og stjórnarformanni Menntasjóðs námsmanna, hefur verið vikið úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. 3. nóvember 2020 08:15