Innlent

Greiðir hálfa milljóna í bætur fyrir kynferðislega áreitni á Hressó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hressingarskálinn í Austurstræti í Reykjavík þar sem maðurinn framdi brot sitt.
Hressingarskálinn í Austurstræti í Reykjavík þar sem maðurinn framdi brot sitt. Vísir/Vilhelm

44 ára karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega hálfa milljón króna í miskabætur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hafi ekki sótt þinghald. Hann var ákærður fyrir að hafa 11. nóvember 2018 á skemmtistaðnum Hressingarskálanum í Austurstræti í Reykjavík komið aftan að konu sem stóð við barborð.

Maðurinn kom þétt upp að henni þannig að mjaðmasvæði hans nam við rass konunnar og strauk henni um mjaðmir og maga með báðum höndum. Var hann ákærður og sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni.

Eftir að hafa verið ákærður var hann dæmdur í öðru máli fyrir tilraun til nauðgunar, og fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm. Var manninum ekki gerð refsing fyrir brot sitt á Hressó en þó dæmdur til að greiða konunni hálfa milljón króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×