Fjölbreytni skiptir máli Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 2. nóvember 2020 11:30 Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun