Sean Connery er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 12:37 Sean Connery í Skotlandi árið 2012. Getty/Gary Gershoff Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020 Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Stórleikarinn skoski, Sean Connery, er látinn. Hann var 90 ára gamall og var hvað þekktastur fyrir að leika njósnarann James Bond í sjö kvikmyndum. Hann var einnig þekktur fyrir leik sinn í Indiana Jones, The Hunt for Red October, The Untouchables og The Rock, svo eitthvað sé nefnt. Dánarorsök hans er ekki ljós að svo stöddu en fjölskylda Connery tilkynnti andlát hans í dag. Meðal annars vann hann Óskarsverðlaun, Golden Globes og Bafta verðlaun á ferli sínum sem spannaði marga áratugi. Óskarsverðlaunin vann hann fyrir leik sinn í The Untouchables og þar að auki var hann gerður að riddara af Elísabetu Bretadrottningu árið 2000. Hann lék síðast í kvikmynd sem kom út árið 2012. Samkvæmt IMDB var hans fyrsta verk gefið út 1954. Connery er frá Fountainbridge í Edinburgh og fæddist árið 1930. Árið 1948 gekk hann til liðs við breska sjóherinn en þurfti að hætta þar vegna heilsuástæðna. Þá hóf hann líkamsrækt og byrjaði að vinna sem fyrirsæta. Árið 1953 tók hann svo þátt í Mr Universe keppninni. Hann vann ekki en notaði keppnina til að nálgast hlutverk í London. Hann lék í leikritum og sjónvarpi en lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1957. Sú kvikmynd heitir No Road Back. Þegar hann var þrítugur var hann svo ráðinn til að leika í Dr No, fyrstu kvikmyndinni um breska njósnarann James Bond. Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, vottaði fjölskyldu Connery samúð sína á Twitter í dag. 6/ My thoughts and condolences are with Micheline, their children and all the family. RIP Sir Sean Connery— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 31, 2020
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Skotland Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira