Evrópudeildin í knattspyrnu er það sem á hug okkar allan í dag. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson gæti loks fengið tækifæri með Arsenal er liðið fær Dundalk í heimsókn. Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði AZ Alkmaar og þá sýnum við beint frá tveimur golfmótum.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.45 sýnum við leik AEK frá Grikklandi og Leicester City. Síðarnefnda liðið hefur verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en Grikkirnir eru þekktir fyrir allt annað en að vera góðir gestgjafir. Því má reikna með hörku leik.
Klukkan 19.50 er svo komið að leik Arsenal og Dundalk. Ágætis líkur eru taldar á því að Rúnar Alex fái loksins tækifæri með enska félaginu og við höldum í þær vonir þangað til byrjunarliðið verður tilkynnt.
Saves. Stops. Shots.
— Arsenal (@Arsenal) October 28, 2020
Preparations for @DundalkFC
The best of today's #UEL session
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.45 er leikur Antwerp og Tottenham Hotspur á dagskrá. Klukkan 19.50 er svo leikur AZ Alkmaar og Rijeka og eru miklar líkur á að íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson verði í eldlínunni með Alkmaar þar.
Golfstöðin
Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni í golfi frá 09.30 til 14.35. Að þessu sinni er spilað á Kýpur í Aphrodite Hills Cyprus-mótinu.
Frá 16.00 til 19.00 er PGA-mótaröðin á dagskrá en keppt er á Bermunda Championship-mótinu að þessu sinni.