Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2020 09:31 Andrea Eyland og Þorleifur Kamban eiga blandaða fjölskyldu. Þau segja mikilvægt að ræða vel saman, allir sem koma að uppeldi barnanna. Vísir/Vilhelm „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
„Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið sem hún talar um sem lánsmóðir og oft er kallað bónusforeldri. Andrea og kærastinn hennar Þorleifur Kamban eiga tvo syni saman og svo áttu þau bæði börn úr fyrri samböndum svo börnin eru samtals átta talsins. Andrea á barnsfeður og Þorleifur á barnsmæður svo það koma margir aðilar að uppeldi barnanna. Það er því oft á tíðum áskorun að skipuleggja lífið og láta þetta allt ganga upp. Erfiður vegur að feta „Þetta hefur gengið mjög mikið upp og ofan,“ viðurkennir Andrea. „Við höfum alveg verið á barmi þess að sprengja allt í loft upp og labba út frá hvort öðru.“ Hún segir að í byrjun sambandsins hafi þetta gengið vel en svo þegar meiri alvara komst á þeirra samband varð þetta flóknara. „Börnin í sjálfu sér eru kannski minnst flókin í þessu, það er aðallega að samræma foreldra sem að búa ekki saman og hafa í raun enga tengingu nema barnið. Mismunandi viðhorf og gildi fjölskyldna og þetta er bara rosa strembið,“ segir Þorleifur. „Þetta er rosalega erfiður vegur að feta,“ segir Andrea. Í byrjun gekk allt smurt hjá þeim og segir hún að hugsanlega hafi þau verið í einhverjum meðvirknisdansi. „Við vorum öll, við og hinir foreldrarnir í svona já-gír, enginn að setja mörk.“ Samskiptin geta farið illa Hún segir mikilvægt að tala saman strax frá byrjun. „Þegar lengra er liðið förum við að stuða hvort annað og það hefur eins og hann segir, ekki neitt með börnin að gera því þau eru bara kannski í fínum gír.“ Ef hún gæti farið til baka og breytt einhverju, væri það að setjast niður öll saman þessi foreldrahópur og ræða saman um gildi og það sem er best fyrir börnin. „Ef að fólk nær ekki að tala saman þá getur það fari illa og það hefur náttúrulega svolítið gert það hjá okkur bara því miður og við ætlum alveg að vera heiðarleg með það, að einhverju leiti, við eigum líka alveg frábær samskipti við meirihlutann af þessum foreldrum sem er bara dásamlegt og við erum bara innilega þakklát fyrir það.“ Andrea og Þorleifur standa að baki Kviknar foreldrasamfélaginu á Instagram og ræddu við Sigríði Þóru Ásgeirsdóttir í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þau Andrea og Þorleifur meðal annars um það hvernig Kviknar varð til, hvernig þau kynntust, næsta verkefni Kviknar og margt fleira. Klippa: Kviknar - #eyland & kamban Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00 Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00 „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02 Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
Sá ekki tilgang þess að vera til Andrea Eyland segir að röð áfalla hafi orðið til þess að einn daginn lenti hún á vegg. Hún vildi ekki lengur vakna daginn eftir. Hún átti börn að lifa fyrir en segist ekki hafa séð það þá. 21. október 2020 20:00
Áhyggjuefni að börn sofa ekki nóg og notkun svefnlyfja margfaldast Dr. Erla Björnsdóttir gaf út barnabók um svefn í vikunni. Bókin er ætluð sem fræðsla fyrir bæði börn og foreldra. Erla telur að það vanti fræðslu um svefn í námsskrá grunnskólanna. 11. október 2020 13:00
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar ræða þær Andrea Eyland og Sigga Dögg kynfræðingur um allt sem viðkemur píkunni í kringum barneignarferlið. 7. október 2020 08:02