Bendir á að ÍE hafi komist að annarri niðurstöðu en Bretarnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 13:45 Lundúnabúi skartar grímu í strætó á tímum kórónuveirunnar. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Imperial College voru birtar í dag. Dan Kitwood/getty Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Fleiri fréttir „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Sjá meira
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01
Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07