Enn sópar Hildur að sér verðlaunum fyrir Joker Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2020 09:52 Hildur Guðnadóttir vann til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Joker í febrúar á þessu ári. Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“ Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hildur Guðnadóttir, tónskáld og Óskarsverðlaunahafi, vann í gær til enn einna verðlaunanna fyrir tónlist sína fyrir kvikmyndina Joker. Í gær vann hún til verðlauna sem besta kvikmyndatónskáldið á World Soundtrack Awards, sem eru á vegum kvikmyndahátíðarinnar í Gent í Belgíu. Í þakkarræðu sem birt eru á Facebook-síðu verðlaunanna segir Hildur það mikinn heiður að vera veitt verðlaunin og að hún vildi óska þess að hún gæti verið í Gent til þess að taka við verðlaununum. Sökum kórónuveirunnar væri það hins vegar ekki möguleiki. „Ég held að þetta ár hafi haft eitthvað annað í huga fyrir okkur og við verðum bara að gera það besta úr aðstæðunum.“ Hildur þakkaði þá Todd Phillips, leikstjóra Joker, og Joaquin Phoenix, aðalleikara myndarinnar, fyrir listrænt framlag sitt og vináttu. „Ég vil líka þakka fólkinu á bak við mínar senur. Fólkinu sem hélt öllu saman, hélt geðheilsu minni í lagi og fólkinu sem ég gæti ekki starfað án,“ sagði Hildur og þakkaði umboðsmanni sínum, fjölmiðlafulltrúum, aðstoðarmanni sínum, móður, stjúpföður, syni sínum og „síðast en ekki síst“ eiginmanni sínum. „Ég sendi öllum þarna úti ástarkveðjur og vona að þið séuð nærri ástvinum ykkar, hvort sem það er í persónu eða rafrænt og ég vona að þið séuð örugg. Takk aftur fyrir, takk.“
Tónlist Hollywood Hildur Guðnadóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein