Áfram stelpur! Tatjana Latinovic skrifar 24. október 2020 08:00 45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Tatjana Latinovic Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
45 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum, þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu og um 25.000 konur söfnuðust saman á útifundi á Lækjartorgi í einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Konur söfnuðust einnig saman víða um land til að leggja áherslur á mikilvægt vinnuframlag kvenna. Kvennafrídagurinn 1975 vakti gríðarlega athygli erlendis og hefur öðlast sess í sögu alþjóðlegrar kvenréttindabaráttu. Baráttufundir í tilefni dagsins hafa verið haldnir fimm sinnum á síðastliðnum árum, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Árið 2005 voru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:08, en tímasetning verkfallsins var reiknuð út frá mun á heildarlaunum kynjanna. Árið 2010 sýndu útreikningar að konur hafi unnið fyrir kaupinu kl. 14:25, enda höfðu þær tæplega 66% af heildarlaunum karla. Tímasetningin árið 2016 var 14:38 og 2018 14:55. Í ár gætu konur stimplað sig út með góðri samvisku kl. 15:01, enda eru þær enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. En konur með góða samvisku munu ekki gera það á þessum Kvennafrídegi. COVID-19 hefur herjað á okkur allt þetta ár og ekki sést í endann á þeirri farsótt. Í faraldrinum hafa ýmis störf verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu, eins og heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Í þessari skilgreiningu fellst vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa, en henni fylgir því miður ekki viðleitni að leysa undirmönnun og undirfjármögnun þeirra. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu og þær eru í meirihluta þeirra sem nú standa í framlínunni í baráttunni við sjúkdóminn. Líka á Íslandi. Kvennastörf eru undirstaða samfélags okkar, undirstaða vinnumarkaðarins. En þrátt fyrir að vera nú viðurkennd sem lykilstörf í samfélaginu, hafa þessi störf í áratugi verið metin minna virði en önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta. Konur bera líka ennþá í dag hitann og þungann af umönnun barna og aldraða, og án dagvistunar og hjúkrunarheimila og án ólaunaðrar vinnu kvenna á heimilum væri ekki hægt að halda vinnumarkaðnum gangandi. Án þeirra væri íslenskt samfélag óstarfhæft. Konur í framlínustörfum munu ekki leggja niður störf sín í dag, á kvennafrídeginum, þrátt fyrir að ærin ástæða sé til. COVID-19 hefur ekki einungis stefnt heilsu okkar í hættu, heldur einnig velferð okkar og hagsæld. Það er vitað að heimsfaraldurinn hefur ólík áhrif á kynin, farsóttir ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Nú er mikilvægt fyrir okkur öll sem unnum jafnrétti að slá ekki af baráttu okkar fyrir betri heimi. Við verðum að tryggja það að kynjajafnrétti verði ekki utanveltu í því samfélagi sem við sköpum í kjölfar faraldursins. Við verðum að tryggja kjarajafnrétti til frambúðar. Yfirlýsingu Kvennafrís 2020 er að finna á www.kvennafri.is. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar