Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:26 Norðurál rekur álver á Grundartanga. Vísir Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni. Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni.
Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Ellison klórar í hælana á Musk Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira