Nýjasta Star Trek serían hefst á brotlendingu á Hverfjalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 13:30 Sonequa Martin-Green leikur aðalhlutverkið í þáttunum. CBS/Lilja Jónsdóttir Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ísland leikur lykilhlutverk í fyrsta þætti nýjustu þáttaraðar Star Trek: Discovery þáttanna. Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar var gefinn út á dögunum og er íslenskt landslag í bakgrunni nær allan þáttinn. Framleiðandinn segir að stjórendur þáttarins hafi viljað tökustaði sem litu mjög öðruvísi út Ísland er þó ekki Ísland í þættinum heldur leikur landið hlutverk plánetunnar Hima, og það í framtíðinni eða árið 3188 nánar tiltekið. Þátturinn hefst á því að aðalsöguhetjan brotlendir í hlíðum Hverfjalls í Mývatnssveit. Þátturinn hefur greinilega verið tekinn upp víða hér á landi en á meðal þess sem sjá má er Goðafoss, Kleifarvatn og Bláa lónið. Tökur fóru fram hér á landi á síðasta ári en alls fengu framleiðendur myndarinnar 54 milljónir í endugreiðslu frá ríkinu vegna verkefnisins. „Við stukkum fram í framtíðina þannig að við þurfum einhvern stað sem liti mjög öðruvísi út,“ segir Alex Kurtzmann, aðalframleiðandi þáttanna. Segist hann lengi hafa viljað taka upp á Íslandi og eftir að hafa skoðað marga möguleika á því hvar mögulegt væri að taka upp þennan hluta þriðju þáttaraðarinnar, hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Þetta var stórkostlegt,“ segir Michelle Paradise, stjórnandi þáttanna. „Landslagið er alveg einstakt og þetta er eins og að ganga um á annari plánetu.“ Sjá má upphafsatriði þáttarins hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Bláa lónið Þingeyjarsveit Grindavík Skútustaðahreppur Tengdar fréttir „Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Bardagakapparnir Jón Viðar Arnþórsson og Gunnar Nelson koma fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. 18. október 2020 21:26
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið