Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 12:00 Haukur Þrastarson verður heima á Íslandi á næstunni um leið og hann byrjar á löngu ferðalagi sínu aftur inn á handboltavöllinn. Skjámynd/S2 Sport Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira