Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 12:00 Haukur Þrastarson verður heima á Íslandi á næstunni um leið og hann byrjar á löngu ferðalagi sínu aftur inn á handboltavöllinn. Skjámynd/S2 Sport Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira
Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Sjá meira