Ný mönnunarstefna óskast! Sandra B. Franks skrifar 19. október 2020 12:01 Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun