Ný mönnunarstefna óskast! Sandra B. Franks skrifar 19. október 2020 12:01 Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun