Að hlýða eða hlýða ekki – þar er efinn Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2020 17:36 Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun