Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 09:25 Höfuðstöðvar Air Atlanta eru í Kópavogi. Air Atlanta Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins. Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. „Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu. Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins.
Fréttir af flugi Malta Air Atlanta Tengdar fréttir Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Borgarbúum brugðið vegna breiðþotu í lágflugi Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu varð bylt við þegar þotu var flogið yfir borgina nú um hádegisbil. 21. september 2020 13:08
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent