UNICEF #fyriröllbörn? Björgvin Herjólfsson, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 14. október 2020 09:01 Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 30. september sl. birtist grein er nefnist „Öll börn eiga sama rétt“ eftir Evu Bjarnadóttur, sérfræðing hjá UNICEF. Í upphafi greinarinnar segir: „Barnasáttmálinn er okkur mikilvægur í því að skapa réttlátt samfélag sem kemur fram af virðingu við börn“. Síðar í greininni segir: „Ein af grundvallarforsendum Barnasáttmálans er jafnræði og bann við mismunun“. Á heimasíðu UNICEF á Íslandi er meðal annars sagt frá því hvernig markvissri réttindagæslu fyrir börn á Íslandi sé sinnt og að stjórnvöldum sé haldið vandlega við efnið og berjist af krafti gegn ofbeldi á börnum. Þá notar UNICEF merkinguna: #fyriröllbörn á fésbókarsíðu sinni. Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi var lagt fram lagafrumvarp 114. mál, Almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja). Alþingi sendi UNICEF á Íslandi umsagnarbeiðni þ. 07.03.2018 og barst umsögn frá UNICEF á Íslandi þ. 28.03.2018. Í þeirri umsögn segir meðal annars: „Samtökin eru sammála því markmiði laganna sem lítur að því að banna læknisfræðilega óþörf inngrip í líkama barna. UNICEF á Íslandi vill þó taka fram að skoða þurfi þessi mál á heildstæðari hátt og taka inn í umræðuna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Eru samtökin þá að horfa til réttinda allra barna, meðal annars intersex barna og þeirra aðgerða sem framkvæmdar eru á kynfærum þeirra áður en þau ná aldri til að hafa áhrif á þá ákvörðun“. Þá segir í niðurlagi umsagnarinnar: „UNICEF leggur því til að efni frumvarpsins verði frekar komið fyrir í heilbrigðislögum.“ Þegar lög um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019 var til efnislegrar meðferðar, óskaði Alþingi eftir umsögn frá UNICEF á Íslandi og Ungmennaráðs UNICEF þ. 03.04.2019 og rann fresturinn út þ. 24.04.2019. Ekki er að sjá umsögn frá UNICEF á Íslandi varðandi málið né frá Ungmennaráði UNICEF þrátt fyrir beiðni þess efnis frá Alþingi. Alþingi sendi umsagnarbeiðni til þrjátíu aðila vegna málsins og skiluðu sautján aðilar af þeim inn umsögn í kjölfarið. Vakin skal athygli á því að skv. markmiði laganna um kynrænt sjálfræði segir í 1. gr.: Að lögunum sé ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Nú á yfirstandandi löggjafarþingi Alþingis hefur hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagt fram stjórnarfrumvarp 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1 gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ Með vísan í framangreinda greinargerð vegna breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr.80/2019 og með vísan í áðurnefnda umsögn UNICEF á Íslandi vegna banns við umskurði drengja frá 28.03.2018 er hér skorað á UNICEF á Íslandi að standa við fyrrgreindan málflutning sinn og ítreka það við hæstvirtan forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og Alþingi að banna öll óþörf læknisfræðileg inngrip í líkama barna. Nú treysta börnin á UNICEF á Íslandi! #fyriröllbörn Höfundar eru: Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi, Íris Björg Þorvaldsdóttir Bergmann, hjúkrunarfræðingur, Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður og Sveinn Svavarsson, rafeindavirki.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun