Grafin eigin gröf Aðalbjörg Egilsdóttir og Sigrún Jónsdóttir skrifa 13. október 2020 19:08 Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur urðun á sorpi aukist gríðarlega á Íslandi samhliða aukinni neyslu í samfélaginu. Til að mynda eru nú yfir 500 tonn af sorpi urðuð daglega á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins að Álfsnesi og árið 2018 losaði urðun úrgangs um 200 þúsund tonn CO2 ígilda. Það er jafn mikil losun og ef 6,2 milljónir Toyota Yaris bílar keyrðu árlega hringinn í kringum landið (reiknað með kolefnisreikni orkusetursins). Innan Evrópusambandsins hefur verið dregið mikið úr urðun á undanförnum árum og er markmiðið að innan við 10% úrgangs verði urðaður árið 2035. Urðun úrgangs er nefnilega alls ekki séríslenskt vandamál. Ísland er skuldbundið sömu markmiðum í gegnum EES samninginn og var eitt af þeim úrræðum sem nýta átti til að ná því markmiði skattur á urðun. Nýlega bárust fréttir af því að ekkert yrði af fyrirhuguðum urðunarskatti umhverfisráðherra, sem er hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til ársins 2030. Markmið aðgerðarinnar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá urðun úrgangs og gera aðrar umhverfisvænni meðhöndlunarleiðir samkeppnishæfar við urðun. Deilt hefur verið um skattinn og virðist vera að stjórnendur sveitarfélaga hafi áhyggjur af því að um sé að ræða nefskatt á íbúa sveitarfélaganna frekar en hvata til minnkunar á úrgangi. Skatturinn ætti öllu heldur að fjármagna betri sorpúrræði sveitarfélaga, sem m.a. geta verið betri aðstaða íbúa til flokkunar, betri aðstaða sveitarfélaganna til að taka á móti sorpi o.s.frv. Auk þess getur urðunarskattur hvatt til minni sóunar, sem myndi líklega leiða til minni neyslu, sem mikil þörf er á þar sem neysluspor Íslendinga er með því hæsta sem gerist í heiminum. Samkvæmt nýuppfærðri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum á urðunarskattur að draga úr losun GHL frá Íslandi um 28 þúsund tonn á ári. Samhliða honum á að banna urðun á lífrænum úrgangi, sem draga á úr losun GHL um 104 þúsund tonn á ári. Af þessu má má draga þá ályktun að án skattsins muni ganga hægar að koma í veg fyrir a.m.k. 132 þúsund tonna losun GHL á ári, frá og með árinu 2030 (þegar fullur árangur á að hafa náðst). Báðar aðgerðirnar voru einnig í fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunarinnar frá 2018 og hefur því gefist nægur tími til að undirbúa innleiðingu þeirra. Skoðum aðeins af hverju það er mikilvægt að draga úr urðun sorps, m.a. með skattlagningu: Urðað sorp losar ekki aðeins gróðurhúsalofttegundir þegar það brotnar niður, heldur getur það mengað bæði jarðveg og vatn. Þegar ákveðið er að nýta land í sorpurðun kemur það í veg fyrir annars konar nýtingu landið, m.a. endurheimtar vistkerfa, uppbyggingar íbúðarhúsnæðis, landbúnaðar og svo mætti lengi áfram halda. Land er af skornum skammti, líkt og aðrar auðlindir jarðar, og er þetta því sóun á auðlindum. Ef lífrænn úrgangur er flokkaður er auðvelt að nýta hann til jarðgerðar. Ýmsar leiðir eru til, sem hafa m.a. verið nýttar í sveitarfélögum víðs vegar um landið, t.a.m. Bokashi jarðgerð (Rangárvallasýsla) og moltugerð (Stykkishólmur, Akureyri o.fl. sveitarfélög). Nýting lífræns úrgangs til jarðgerðar stuðlar að aukinni sjálfbærni og sjálfstæði íslenskra atvinnugreina, og þá sérstaklega landbúnaðar, því þá þarf ekki lengur að flytja inn tilbúinn, erlendan áburð, sem getur mengað loft, vatn og jarðveg. Um 40% jarðvegs á Íslandi hefur orðið fyrir rofi. Með því að nýta lífrænan úrgang til áburðar á rofið land má ekki aðeins draga úr losun GHL vegna urðunar heldur einnig vegna rofs. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar. Með því að skattleggja urðun sorps og banna urðun lífræns úrgangs er hvatt til nýsköpunar á sviði sorpmála. Það býður ekki aðeins upp á umhverfisvænni lausnir heldur ný og spennandi störf. Er það ekki einmitt leiðin út úr kófinu, græn uppbygging? Með urðun sorps er einmitt komið í veg fyrir annars konar nýtingu þess. Urðun sorps gerir í raun fátt annað en að ýta undir frekari ofnýtingu auðlinda og dregur þ.a.l. úr möguleikum á sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og að taka loftslagsvána föstum tökum. Á tímum sem þessum, þar sem loftslagsváin er ein af stærstu áskorunum mannkynsins, er óábyrgt að sneiða hjá aðgerðum sem eru hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Það hvílir mikil ábyrgð á stjórnvöldum, bæði ríkisstjórn, þingi og sveitarfélögunum, að taka málið föstum tökum. Það er ekki í takt við alvarleika málsins að hætta við aðgerðir sem eiga að draga úr losun. Sérstaklega án þess að koma með mótvægisaðgerðir til að ná sömu markmiðum. Því hvaða rétt hafa stjórnvöld til að halda áfram að grafa rusl ofan í jörðina sem við tökum við eftir örstuttan tíma? Er ekki kominn tími til að axla ábyrgð og koma fram við Móður jörð og framtíðarkynslóðir af þeirri virðingu sem við eigum skilið? Bréf þessa efnis hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Samtök íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Sorpu. Þar var sömuleiðis sóst eftir að ákvörðunin um að falla frá áformum um urðunarskatt verði endurskoðuð og að nýtt frumvarp um urðunarskatt verði undirbúið í samstarfi við SÍS, Sorpu og ungmennafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Aðalbjörg Egilsdóttir er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála og Sigrún Jónsdóttir er þátttakandi í skipulagshópi loftslagsverkfallsins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun