Lífeyrissjóðir en ekki lífeyrissjóður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. október 2020 10:00 Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun