Aukið fjármagn vantar til að kenna útlendingum íslensku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2020 12:15 Útlendingar búsettir á Íslandi hafi margir hverjir mikinn áhuga á að læra íslensku en það komast ekki allir á slík námskeið því það vantar fjármagn frá ríkinu til að halda kennslunni úti. Hér er mynd frá námskeiði í Þorlákshöfn. Sigþrúður Harðardóttir Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands undrast áhugaleysi stjórnvalda í að veita fjármunum í að kenna útlendingum íslensku á tímum Covid þegar margir þeirra eru atvinnulausir og hafa tíma til að læra tungumálið. Eins og allir vita hafa fjölmargir útlendingar flust til landsins síðustu ár, ekki síst til að sækja vinnu í ferðaþjónustu þegar mest var að gera þar. Sumir staldra stutt við á meðan aðrir hafa sest hér að til frambúðar. Nú þegar nánast ekkert er að gera í ferðaþjónustu eru margir útlendingar án atvinnu og hafa þá viljað nýta tíman til að læra íslenskuna betur og sækja námskeið, sem boðið er upp á víða um land. Hjá Fræðsluneti Suðurlands hefur verið öflug íslenskukennsla fyrir útlendinga til fjölda ára en á sama tíma þarf að vísa núna fullt af fólki frá því ekki eru til peningar til að halda námskeiðin, sem koma frá ríkisvaldinu. „Við getum ekki tekið nema sama fjölda og venjulega þar sem við fáum ekki meiri styrki frá ríkinu til að halda íslenskunámskeið. Við gætum kennt mun fleirum heldur en við gerum og ég finn það að það eru margir útlendingar, sem eru dálítið hissa og undrandi á því að geta ekki haldið áfram að læra til dæmis þegar þeir eru búnir að taka eitt námskeið og þá vilja þeir kannski taka annað námskeið. Þá erum við búin með ríkisstyrkinn og þá verðum við að stoppa þangað til á næsta ári,“ segir Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri í íslensku hjá Fræðsluneti Suðurlands. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnisstjóri íslenskukennslu hjá Fræðsluneti Suðurlands.Einkasafn Steinunn Ósk segir mjög mikla eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum hjá útlendingum, allir vilji læra tungumálið. „Já, og mikill áhugi fyrir að vera í námi þannig að það sé ekki stopp á milli námskeiða. Hvert námskeið er 60 klukkustundir og það tekur um einn og hálfan mánuð að keyra eitt námskeið miðað við að fólk sé tvisvar í viku í tímum.“ Steinunn Ósk segir að stjórnvöld verði að vakna og hugsa um íslenskukennslu fyrir útlendinga. „Ég vil bara að við metum þetta dugmikla fólk, sem hefur lagt á sig að flytja til Íslands og vinna hér ýmis störf sem Íslendingar hafa ekki endilega verið hrifnir af að sinna og þetta vinnuafl, sem hefur komið hingað er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og mér finnst stórmerkilegt að þessi hópur hafi áhuga og vilja til að læra tungumál sem þrjú hundruð þúsund manns tala í heiminum,“ segir Steinunn Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“