Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2025 13:04 Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka, sem eru handhafar menningarverðlaunar Árborgar 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”. Menningarverðlaunin voru nýlega afhent við hátíðlega athöfn í húsnæði Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka enda þótti vel við hæfi að vera á þeim í stað þar sem handhafar verðlaunanna búa þar eða þau Magnús Karel og Inga Lára. Það var samþykkt samhljóða í bæjarráði Árborgar að veita þeim hjónum þessa viðurkenningu í ár og þakka þeim um leið fyrir þeirra ómetanlega menningarstarf í þágu samfélagsins en hjónin hafa staðið fyrir ljósmyndasýningu á Eyrarbakka, sögugöngum og síðast en ekki síst hafa þau séð um rekstur Laugabúðar. Hvað segið þið, eruð þið ekki ánægð með þessa viðurkenningu? „Jú við erum það náttúrulega og erum mjög þakklát líka og eins og Inga Lára tók fram í sínu þakkarávarpi þá þökkum við auðvitað fyrir hana að auðmýkt,” segir Magnús. Hvaða þýðingu hefur svona viðurkenning fyrir ykkur? „Jú hún lyftir upp því starfi, sem unnið hefur verið,” bætir hann við. „Maður náttúrulega er þakklátur fyrir að það er einhver, sem hefur tekið eftir því og metur það,” segir Inga Lára og bætir við. „Við höfum bara viljað vera þátttakendur í samfélaginu og miðlað því, sem við getum miðlað og þetta er það, sem við kunnum að gera og getum gert”. Eyrbekkingar fjölmenntu í húsnæði Byggðasafns Árnesinga þegar menningarverðlaunin voru afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hjónin gáfu út bók í sumar, sem hefur fengið mikla athygli en hún er um horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960. „Það var mjög skemmtilegt verkefni að okkar mati og við höfum fengið góð viðbrögð við bókinni þannig að við erum mjög sátt í dag,” segir Magnús Karel. En hvað er best við Eyrarbakka að mati hjónanna? „Ég væri ekki búsett hér enn á Eyrarbakka ef það væri ekki gott að búa hérna. Ég flutti hingað 1982 og er hér enn”, segir Inga Lára. Magnús Karel, hvað er best við Eyrarbakka? „Það er náttúrulega umhverfið, það er fólkið, sem hér býr og það er auðvitað þessi saga, sem við höfum verið að reyna að tryggja að gleymdist ekki.” Nýja bókin frá þeim hjónum, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Menningarverðlaunin voru nýlega afhent við hátíðlega athöfn í húsnæði Byggðasafns Árnesinga á Eyrarbakka enda þótti vel við hæfi að vera á þeim í stað þar sem handhafar verðlaunanna búa þar eða þau Magnús Karel og Inga Lára. Það var samþykkt samhljóða í bæjarráði Árborgar að veita þeim hjónum þessa viðurkenningu í ár og þakka þeim um leið fyrir þeirra ómetanlega menningarstarf í þágu samfélagsins en hjónin hafa staðið fyrir ljósmyndasýningu á Eyrarbakka, sögugöngum og síðast en ekki síst hafa þau séð um rekstur Laugabúðar. Hvað segið þið, eruð þið ekki ánægð með þessa viðurkenningu? „Jú við erum það náttúrulega og erum mjög þakklát líka og eins og Inga Lára tók fram í sínu þakkarávarpi þá þökkum við auðvitað fyrir hana að auðmýkt,” segir Magnús. Hvaða þýðingu hefur svona viðurkenning fyrir ykkur? „Jú hún lyftir upp því starfi, sem unnið hefur verið,” bætir hann við. „Maður náttúrulega er þakklátur fyrir að það er einhver, sem hefur tekið eftir því og metur það,” segir Inga Lára og bætir við. „Við höfum bara viljað vera þátttakendur í samfélaginu og miðlað því, sem við getum miðlað og þetta er það, sem við kunnum að gera og getum gert”. Eyrbekkingar fjölmenntu í húsnæði Byggðasafns Árnesinga þegar menningarverðlaunin voru afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hjónin gáfu út bók í sumar, sem hefur fengið mikla athygli en hún er um horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960. „Það var mjög skemmtilegt verkefni að okkar mati og við höfum fengið góð viðbrögð við bókinni þannig að við erum mjög sátt í dag,” segir Magnús Karel. En hvað er best við Eyrarbakka að mati hjónanna? „Ég væri ekki búsett hér enn á Eyrarbakka ef það væri ekki gott að búa hérna. Ég flutti hingað 1982 og er hér enn”, segir Inga Lára. Magnús Karel, hvað er best við Eyrarbakka? „Það er náttúrulega umhverfið, það er fólkið, sem hér býr og það er auðvitað þessi saga, sem við höfum verið að reyna að tryggja að gleymdist ekki.” Nýja bókin frá þeim hjónum, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira