Getum við aðeins talað um veitingastaði? Björn Teitsson skrifar 5. október 2020 13:01 Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Veitingastaðir Björn Teitsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú er fjölmargt fólk á vinnumarkaði sem þarf að glíma við mikla óvissu og óöryggi í starfi. Fjölmörg hafa þegar misst sína atvinnu og útlitið er ekki bjart. Þetta á ekki síst við um veitingastaði um allt land. Um allan heim. En lítum á hið jákvæða. Það er algerlega lygilegt hve veitingabransinn á Íslandi hefur náð ótrúlega miklum hæðum og háum standard á aðeins nokkrum árum og áratugum. Frá körfukjúklingi á Naustinu til Michelin-stjörnu Dills. Veitingastaðir eru líka miklu meira en staður til að maula á góðum mat. Það er svo eftirminnilegur kafli í Minnisbók Sigurðar Pálssonar, þegar hann minnir á að orðið sjálft, „restaurant“, er lýsingarháttur nútíðar af sögninni „se restaurer“, að hressa sig við, eða bókstaflega „að koma sér í samt lag.“ Góð veitingahúsaferð getur breytt sálarlífinu, hvort sem um er að ræða falafel-vefju á Mandí, 15 rétta ferðalag á Dill eða kaffibolla og kleinu í Skeifunni. Veitingabransinn er starfsvettvangur fyrir ótrúlega fjölbreyttan og hæfileikaríkan hóp fólks, veitingastaðir eru athvarf og afdrep fyrir fólk af öllum stigum þjóðfélags, af öllum kynjum, á öllum aldri. Til að nærast, gleðjast, brosa og eiga saman góðar stundir. Til að starfa eða til að njóta. Mikið var fyndið í Demolition Man þegar framtíð Bandaríkjanna í San Angeles var sýnd, í dystópískri framtíð ársins 2032. Þá, eftir mikil áföll, nátturuhamfarir og borgarastríð, hafði aðeins einn veitingastaður lifað af. Það fór reyndar eftir því hvar þú horfðir á myndina, en sá staður var Taco Bell/Pizza Hut. Nú hef ég ekkert meira á móti þessum stöðum sem keðjustöðum, en öðrum keðjustöðum, en munum samt, þeir eru einmitt það, keðjustaðir. Alveg hreint ótrúleg atburðarás, eða hvað? Hingað erum við komin. Flestir, ef ekki allir veitingastaðir sem eru ekki keðjur, eru í raunverulegri hættu. Ég vildi bara minna fólk á (og stjórnvöld þannig séð líka), að halda áfram að versla við ykkar veitingastaði, ykkar kaffihús, ykkar bari, eins mikið og þið mögulega getið. Ykkar uppáhaldsstaði. Litlu staðina sem þurfa viðskipti og stuðning. Dominos fer ekki neitt. Og verðmunurinn er mjög ofmetinn, ef hann er einhver er hann yfirleitt sáralítill. Nær allir veitingastaðir hafa brugðist við samkomutakmörkunum með auknu úrvali í heimsendingu eða meðgöngumáltíðum („take-away“). Að lokum: Ef við pössum okkur ekki gætu bestu réttir sem framreiddir hafa verið á landinu allt frá landnámi horfið eins og dögg fyrir sólu. Sú magnaða hefð sem Ísland hefur byggt upp, sem er á heimsmælikvarða. Hvorki meira né minna. Þetta er dramatískt, og ég biðst afsökunar á því. En ég meina, við erum að tala um mat hérna! Þessi grein er byggð á facebook-stöðuuppfærslu. Höfundur er M.Sc.-nemi í borgarfræðum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun