Varðandi umfjöllun um sænsku leiðina með Tegnell Lárus S. Guðmundsson skrifar 30. september 2020 21:39 Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun