Icelandair birtir lista yfir tuttugu stærstu hluthafana Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2020 17:46 Hluthafalisti Icelandair hefur tekið breytingum. Vísir/Vilhelm Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu. Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsbankinn, Gildi - Lífeyrissjóður, Íslandsbanki og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins eru stærstu eigendurnir í Icelandair Group eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningur frá Icelandair í tilefni þess búið er að gefa út og afhenda eigendum þá 23 milljarða hluta sem gefnir voru út í útboðinu. Landsbankinn er stærsti eigandinn með 7,48 prósent hlut og Íslandsbanki er sá þriðji stærsti með 6,54 prósent hlut. Ætla má að hlutur bankanna tveggja skiptist á eignahluti bankana, veltubók og eignarhluta vegna framvirka samninga við viðskiptavini bankans. Þannig geta hlutir bankanna tveggja falið í sér hluti sem viðskiptavinir þeirra eiga í gegnum einkabankaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Gildi - Lífeyrissjóður er næststærsti eigandi Icelandair Group með 6,54 prósenta hlut og A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins heldur á 6,24 prósenta hlut. Lífeyrissjóðirnir áttu samanlagt 55.33 prósenta hlut í Icelandair fyrir útboðið. En nú eiga ellefu lífeyrissjóðir samanlagt 29,38 prósenta hlut í félaginu. Alls eiga tuttugu stærstu hluthafarnir samtals 55,37 prósenta hlut. Fyrir útboð áttu tuttugu stærstu hluthafar sameininlega 75% í Icelandair. Dreifingin er því meiri og fleiri eiga smærri hluti. Hluthafalistinn hefur tekið töluverðum breytingum enda þynntist eignarhlutur tveggja stærstu eigenda félagsins fyrir útboðið mjög út, hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Par Investments þar sem þeir tóku ekki þátt í útboðinu. LV á nú 2,26 prósent hlut og Par heldur nú á 1,89 prósenta hlut. Flugstarfsemi Icelandair liggur enn meira og minna niðri. Þannig kom aðeins ein flugvél félagsins frá Kaupmannahöfn í dag og önnur fór til Boston síðdegis. Öllu öðru flugi félagsins var aflýst. Viðskipti eru hafin með hlutabréf félagsins og hækkaði gengi þeirra í dag um 3,16 prósent og stendur gengið nú í tæpri krónu en útboðsgengið í nýlegu hlutafjárútboði var ein króna á hlut. Lista yfir tuttugu stærstu hluthafana má sjá hér að neðan en hann er birtur með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið vegna hugsanlegra framkvæmdra en ófrágenginna viðskipta með bréf í félaginu.
Fréttir af flugi Icelandair Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir 88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44 Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21 Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
88 sagt upp hjá Icelandair, þar af 68 flugmönnum Alls 88 manns hefur verið sagt upp störfum hjá Icelandair Group frá og með 1. október næstkomandi. Þar af eru 68 flugmenn. 29. september 2020 20:44
Komið í ljós hversu mikið eignarhlutur LV í Icelandair þynntist út Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Icelandair Group hefur farið úr 11,84 prósentum niður í 2,26 prósent eftir að þau hlutabréf sem gefin voru út í hlutafjárútboði félagsins á dögunum voru skráð hjá Fyrirtækjaskrá. 28. september 2020 20:21
Segir ákvörðun LIVE að sleppa kaupum í Icelandair einstaklega vel ígrundaða Formaður stjórnar LIVE segir fjárfestingarkostur sjaldan hafa verið rýndur jafn ítarlega og í nýlegu hlutafjárútboði. 23. september 2020 14:35