Hefðu mátt gera „ríkari kröfur“ til kaupanda skipanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 09:38 Eimskip kveðst líta málið alvarlegum augum. Vísir/Rakel Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins, sem tekin voru til endurvinnslu á Indlandi og fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í síðustu viku. Félagið aflar nú gagna um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallar nú á tíunda tímanum. Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Félagið hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum. Fram kemur í tilkynningu Eimskips að félaginu þykir málið mjög leitt og líti það alvarlegum augum. Félagið hafi enda „lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.“ Þó að félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu sé ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það hefði mátt gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópustöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Félagið heldur því einnig fram að allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 hafi samskipti Eimskips við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna bent til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Þá hafi sala skipanna ekki verið „aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum“. Unnið sé að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið. Félagið muni í kjölfarið yfirfara verkferla og „marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu.“ Forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, hélt því fram í þætti Kveiks því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“ Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Kauphöllin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Eimskip biðst afsökunar á því að ekki hafi verið gerðar „ríkari kröfur“ til kaupanda tveggja skipa félagsins, sem tekin voru til endurvinnslu á Indlandi og fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í síðustu viku. Félagið aflar nú gagna um málið. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallar nú á tíunda tímanum. Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embættis héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. Félagið hefur hafnað ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum. Fram kemur í tilkynningu Eimskips að félaginu þykir málið mjög leitt og líti það alvarlegum augum. Félagið hafi enda „lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi.“ Þó að félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu sé ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það hefði mátt gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópustöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Félagið heldur því einnig fram að allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 hafi samskipti Eimskips við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna bent til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Þá hafi sala skipanna ekki verið „aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum“. Unnið sé að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið. Félagið muni í kjölfarið yfirfara verkferla og „marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu.“ Forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, hélt því fram í þætti Kveiks því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“
Yfirlýsingin í heild sinni Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga enduðu tvö skip sem áður voru í eigu Eimskips í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip þykir málið mjög leitt og lítur það alvarlegum augum enda leggur félagið, stjórnendur þess og starfsfólk mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og hefur lengi hugað að umhverfismálum í sinni starfsemi. Þó félagið telji að farið hafi verið eftir lögum og reglum í söluferlinu er ljóst að þar sem skipin voru komin til ára sinna hefði mátt gera ríkari kröfur gagnvart kaupandanum. Það má gera með því að setja ákvæði í samning um söluna þess efnis að ef til þess kæmi að skipin færu í endurvinnslu þá yrði það gert í endurvinnslustöð sem samræmist Evrópu stöðlum. Eimskip biðst afsökunar á að svo hafi ekki verið gert. Starfsemi kaupanda skipanna er ekki eingöngu í því fólgin að kaupa skip til endurvinnslu heldur einnig að leigja og selja til áframhaldandi rekstrar, enda þótt meginstarfsemi kaupandans sé vissulega hin fyrrnefnda. Allt frá sölu skipanna í desember 2019 fram á vor 2020 bentu samskipti félagsins við kaupandann, kröfur hans um búnað og ástand skipanna til þess að skipin yrðu í rekstri lengur en raun bar vitni. Sala skipanna var ekki aðgerð af hálfu félagsins til þess að hagnast á hærra endurvinnsluverði í öðrum heimshlutum. Eins og áður hefur komið fram var söluverð skipanna tveggja samtals 3,9 milljónir dollara. Á móti kemur að Eimskip greiddi eigandanum samtals 1,3 milljónir dollara í leigu á leigutímabilinu. Telur félagið mikilvægt að skýra frá því að söluverðið var óverulega hærra en fengist hefði í desember 2019 í endurvinnslustöð í Tyrklandi sem er á evrópskum lista yfir þær stöðvar sem mega endurvinna evrópsk skip. Unnið er að því að hálfu félagsins að afla allra gagna og upplýsinga um málið og mun félagið í kjölfarið yfirfara verkferla og marka sér skýrari stefnu varðandi það hvernig eigin skipaflota er stýrt og viðhaldið með tilliti til aldurs og sölu. Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri. „Einhugur er meðal stjórnar og stjórnenda Eimskips að draga lærdóm af málinu og aðlaga núverandi samfélags- og umhverfisstefnu til að tryggja að svona atvik, sem samræmist ekki þeim gildum og áherslum sem Eimskip starfar eftir, komi ekki fyrir aftur.“
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Kauphöllin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira