32 ára saga Íslensku auglýsingastofunnar á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 18:27 Hjalti Jónsson er framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar. Stjórn Íslensku auglýsingastofunnar, einnar rótgrónustu auglýsingastofu landsins, hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá stofunni segir að undanfarnir mánuðir og misseri hafi reynst erfiðir. Félagið hafi um síðustu áramót lokið samstarfi við Icelandair sem hafðu um áratugaskeið verið stærsti viðskiptavinur stofunnar. Þá hafi áhrif kórónuveirufaraldursins haft sitt að segja með því að auka samdrátt á verkefnum stofunnar, og ekki sjái fyrir endann á áhrifum veirunnar. „Viðræður um endurskoðun á leigusamningi með hliðsjón af breyttum rekstrarforsendum hafa því miður ekki borið viðunandi árangur,“ segir í tilkynningunni. Reynt hafi verið að hagræða í rekstri en ekki hafi tekist að afla nægjanlegra nýrra verkefna til þess að mæta tekjufalli undanfarinna missera. „Að vel ígrunduðu máli hafa eigendur félagsins því tekið þá þungbæru en um leið óhjákvæmilegu ákvörðun að láta hér staðar numið. Stjórn Íslensku auglýsingastofunnar ákvað því í dag að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta frekar en að halda áfram taprekstri með tilheyrandi skuldasöfnun næstu mánuði og mögulega misseri.“ Íslenska auglýsingastofan hefur verið starfrækt í 32 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna á íslenskum auglýsingamarkaði. Stofan mun að óbreyttu hætta starfsemi nú um mánaðarmótin. Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Gjaldþrot Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Stjórn Íslensku auglýsingastofunnar, einnar rótgrónustu auglýsingastofu landsins, hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá stofunni segir að undanfarnir mánuðir og misseri hafi reynst erfiðir. Félagið hafi um síðustu áramót lokið samstarfi við Icelandair sem hafðu um áratugaskeið verið stærsti viðskiptavinur stofunnar. Þá hafi áhrif kórónuveirufaraldursins haft sitt að segja með því að auka samdrátt á verkefnum stofunnar, og ekki sjái fyrir endann á áhrifum veirunnar. „Viðræður um endurskoðun á leigusamningi með hliðsjón af breyttum rekstrarforsendum hafa því miður ekki borið viðunandi árangur,“ segir í tilkynningunni. Reynt hafi verið að hagræða í rekstri en ekki hafi tekist að afla nægjanlegra nýrra verkefna til þess að mæta tekjufalli undanfarinna missera. „Að vel ígrunduðu máli hafa eigendur félagsins því tekið þá þungbæru en um leið óhjákvæmilegu ákvörðun að láta hér staðar numið. Stjórn Íslensku auglýsingastofunnar ákvað því í dag að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta frekar en að halda áfram taprekstri með tilheyrandi skuldasöfnun næstu mánuði og mögulega misseri.“ Íslenska auglýsingastofan hefur verið starfrækt í 32 ár og hefur unnið til fjölda verðlauna á íslenskum auglýsingamarkaði. Stofan mun að óbreyttu hætta starfsemi nú um mánaðarmótin.
Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Gjaldþrot Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira