Ókeypis í strætó í hundrað ár Baldur Borgþórsson skrifar 29. september 2020 12:01 Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Sjá meira
Jafn ótrúlega og það kann að hljóma, þá má leiða líkum að því að spara megi samfélaginu milljarða á milljarða ofan árlega með því einu að gera Strætó gjaldfrjálsan. Hvernig má það vera? Svarið er einfalt. Með því að sleppa borgarlínu. Reikningsdæmið er ekki ýkja flókið: Þrátt fyrir að talsmenn borgarlínu virðist hreinlega ekki vita hvert rekstrarform borgarlínu á að verða eins og dæmin sýna,( á glærusýningum eru ýmist lestarvagnar teinar og tilheyrandi, liðvagnar á hjólbörðum, eða að virðist venjulegir strætisvagnar), þá liggur eitt ljóst fyrir: Lágmarkskostnaður við uppbyggingu sjálfrar línunnar verður 100 milljarðar. Gæti farið í 200 milljarða. Eða 300 milljarða. Enginn veit og allra síst talsmenn línunnar með borgarstjóra í broddi fylkingar. En flest vitum við þó af biturri reynslu að kostnaðaráætlanir eiga það til að tvöfaldast og þrefaldast og það þegar best lætur. Því væri óábyrgt að reikna með minna 200 milljörðum. Vera í lægri kantinum eins og sagt er og rífandi bjartsýn. Þá er komið að vögnunum sjálfum og stofnkostnaði við innkaup þeirra. Erfitt er að henda á reiður á þann kostnað, því ekki hefur fengist afgerandi svar frá talsmönnum borgarlínu hvort þar verði um að ræða lestarvagna,sporvagna liðvagna eða að virðist venjulega vagna. Hér getum við því aftur beitt meðalhófinu og rífandi bjartsýni og reiknað með tuttugu milljörðum. Þá er eftir viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu. Talsmenn borgarlínu hafa sjálfir nefnt ríflega tvo milljarða á ári eða sex milljörðum minna en árlegur rekstarkostnaður Strætó er í dag. Hvernig sú útkoma er fengin veit enginn. Sennilega síst talsmennirnir sjálfir. Enn og aftur skulum við því beita meðalhófi og rífandi bjartsýni og reikna með 4 milljörðum. Niðurstaðan með rífandi bjartsýni og meðalhófi er því eftirfarandi: Stofnkostnaður línu : 200 milljarðar Stofnkostnaður vagna: 20 milljarðar Viðbótar rekstrarkostnaður: 4 milljarðar Til viðbótar kemur síðan fjármagnskostnaður sem nemur milljörðum á ári. Allar tölur eru vegna borgarlínu einnar. Rekstrartölur Strætó standa sér og munu í besta falli haldast á svipuðu róli áfram eftir tilkomu borgarlínu. Þegar hér er komið sögu hlýtur að teljast eðlilegt að staldra við og spyrja einfaldrar spurningar: Hvernig eru áform um borgarlínu til komin, með slíkum kostnaði að annað eins hefur ekki sést? Svarið liggur fyrir. Undanliðin níu ár hefur ríkið samkvæmt samningi greitt Strætó bs rétt um níu milljarða en samkvæmt samingnum átti þetta framlag að nýtast til að auka hlutdeild Strætó í ferðavenjum íbúa á höfuðborgarsvæðinu úr 4% í 12%. Niðurstaðan liggur fyrir. Á þessum níu árum hefur ekkert breyst. Hlutfallið er enn 4%. Árangurinn er enginn. 0 % Fórnarkostnaðurinn liggur hinsvegar fyrir þar sem fallið var frá fyrirhuguðum nauðsynlegum úrbótum á samgöngumannvirkjum innan borgarmarkanna. Nú gjalda allir fyrir. Líka farþegar Strætó. Sömu aðilar og mættu gallvaskir á fund ráðherra á sínum tíma og gengu út með níu milljarða eru mættir á ný. Nú sem talsmenn borgarlínu. Með ný fyrirheit. Hvernig það má vera að þeim hafi yfirhöfuð verið hleypt inn er undirrituðum hulin ráðgáta. En nú skiptum við um gír og ræðum lausnir, enda mun skemmtilegra umræðuefni. Einfaldar lausnir eru alltaf bestar. Þannig er rétt að benda á staðreynd sem flestum er ekki kunnugt um. Þá staðreynd að heildatekjur Strætó af fargjaldasölu eru 2 milljarðar á ári. Svona eins og helmingi minni en viðbótar rekstrarkostnaður borgarlínu einnar og sér. Gerum Strætó gjaldfrjálsan og föllum frá öllum áformum um borgarlínu. Þannig getum við fjölgað notendum. Þannig getum við sparað 2 milljarða á ári vegna viðbótar rekstrarkostnaðar borgarlínu. Þannig getum við sparað stofnkostnað borgarlínu upp á 200 milljarða. Þannig getum við sparað 20 milljarða stofnkostnað vegna farartækja hver sem þau verða. Þannig getum við sparað fjármagnskostnað upp á milljarða árlega. Í hundrað ár. Byggjum upp samgöngumannvirki fyrir alla ferðamáta rétt eins og til stóð þar til fyrir níu árum . Frelsi til að velja þann ferðamáta sem hver og einn telur bestan fyrir sig, gangandi, hjólandi, Strætó, bílinn eða allt í senn er frelsi sem ekki verður metið til fjár. Það er ómetanlegt. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun