Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. september 2020 18:07 Um er að ræða þrjá starfsmenn. Vísir/Vilhelm Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Frá þessu greinir staðarmiðillinn Eyjar.net og vísar í Ingiberg Einarsson, rekstrarstjóra flugvallarins í Vestmannaeyjum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur staðfest þetta í samtali við Vísi. Um er að ræða þrjá starfsmenn með þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Í samtali við Vísi segir Guðjón að starfsfólkinu verði boðin vinna í lægri starfshlutfalli. Auk þess muni fara fram ítarleg greining á notkun vallarins með starfsfólki. Áætlað er að þeirri greiningu verði lokið í októbermánuði. „Frá því mánaðamótin ágúst/september hefur ekkert áætlunarflug verið til Vestmannaeyja, eða frá því Flugfélagið Ernir hætti að fljúga þangað. Völlurinn er því eingöngu notaður af flugnemum, einkaaðilum og í sjúkraflug. Að óbreyttu blasir við að opnunartími er of langur og mönnun of mikil með tilliti til rekstrarlegs grundvallar,“ segir Guðjón. Þá segir Guðjón að Isavia voni að ástandið sé tímabundið, en miðað við núverandi stöðu hafi verið nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar. Þungur róður í innanlandsflugi Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti flugfélagið Ernir um ákvörðun sína að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins, sagði þá ákvörðunina ekki hafa komið til af góðu en reksturinn á innanlandsflugmarkaði væri afar þungur um þessar mundir. Þá sagði hann erfitt að keppa við niðurgreiddan bát á samgöngumarkaði, og vísaði þar til siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fréttin var uppfærð klukkan 18:22. Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum hefur verið sagt upp. Frá þessu greinir staðarmiðillinn Eyjar.net og vísar í Ingiberg Einarsson, rekstrarstjóra flugvallarins í Vestmannaeyjum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur staðfest þetta í samtali við Vísi. Um er að ræða þrjá starfsmenn með þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Í samtali við Vísi segir Guðjón að starfsfólkinu verði boðin vinna í lægri starfshlutfalli. Auk þess muni fara fram ítarleg greining á notkun vallarins með starfsfólki. Áætlað er að þeirri greiningu verði lokið í októbermánuði. „Frá því mánaðamótin ágúst/september hefur ekkert áætlunarflug verið til Vestmannaeyja, eða frá því Flugfélagið Ernir hætti að fljúga þangað. Völlurinn er því eingöngu notaður af flugnemum, einkaaðilum og í sjúkraflug. Að óbreyttu blasir við að opnunartími er of langur og mönnun of mikil með tilliti til rekstrarlegs grundvallar,“ segir Guðjón. Þá segir Guðjón að Isavia voni að ástandið sé tímabundið, en miðað við núverandi stöðu hafi verið nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar. Þungur róður í innanlandsflugi Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti flugfélagið Ernir um ákvörðun sína að hætta flugi til og frá Vestmannaeyjum. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins, sagði þá ákvörðunina ekki hafa komið til af góðu en reksturinn á innanlandsflugmarkaði væri afar þungur um þessar mundir. Þá sagði hann erfitt að keppa við niðurgreiddan bát á samgöngumarkaði, og vísaði þar til siglinga Herjólfs milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Fréttin var uppfærð klukkan 18:22.
Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira