Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Eva Hauksdóttir skrifar 27. september 2020 18:00 Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Málið er sprottið af umgengnisdeilu en í tengslum við hana fór föðurafi barnsins hörðum orðum um móður þess á Facebooksíðu sinni, talaði um hana sem brenglaða og hættulega börnum, og að hann óttaðist að hún myndi valda barninu skaða með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Niðurstaða dómara var sú að þegar litið væri á samhengi orðanna yrði að meta það svo að ummælin fælu í sér fullyrðingar um refsiverða hegðun sem auk þess teldist siðferðilega ámæliverð. Einnig að deila af þessu tagi ætti ekkert erindi við almenning og gæti ekki talist innlegg í þjóðfélagsumræðu. Þetta er í samræmi við dómaframkvæmd og verður að teljast sannfærandi. Eitt finnst mér þó stórfurðulegt við þennan dóm. Dómari hafnaði kröfu um að dæma grófustu ummælin dauð og ómerk. Ummælin hljóða svo: [Nafn stefnanda] er ofbeldismanneskja og það skulu allir fá að vita um. Hér er manneskjan nafngreind. Það hefur reyndar enga úrslitaþýðingu þar sem nægar upplýsingar lágu fyrir til þess að hver sá sem las hin ummælin gat auðveldlega komist að nafni hennar, en þetta sýnir ásetning gerandans og felur reyndar í sér hótun. Rök dómarans fyrir því að hafna kröfunni hvað þessi ummæli varðar eru þau að ummælin hafi verið fjarlægð og því hafi það „ekki sjálfstæða þýðingu að krefjast ómerkingar þeirra nú.“ Dómur um að tiltekin ummæli teljist dauð og ómerk merkir ekki að þeim sem ber ábyrgð á þeim beri að fela þau eða taka þau aftur. Dómur um ómerkingu felur í sér yfirlýsingu um að þau ummæli séu að engu hafandi – að sá sem lét þau orð falla hafi farið með fleipur eða geti a.m.k. ekki sýnt fram á sannleiksgildi orða sinna. Jafnframt felur sú niðurstaða í sér viðurkenningu á því að ummælin hafi verið til þess fallin að móðga þolandann og/eða spilla mannorði hans út á við. Það er undarleg niðurstaða að ummæli hætti að hafa slík áhrif bara af því þau hafi verið fjarlægð. Það er jafn órökrétt og að halda því fram að það hafi ekki þýðingu að fá viðurkenningu á skaðabótaskyldu vegna líkamsárásar þar sem áverkinn sé horfinn. Samkvæmt niðurstöðu dómarans ætti að hafna kröfu um ómerkingu orða sem falla á fundi, þar sem enginn geti nú heyrt þau lengur. Sömuleiðis ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ofsækja annað fólk með svívirðingum, ásökunum og hótunum á samfélagsmiðlum og fjarlægja svo bara færslurnar áður en málið er dómtekið. Fjölmiðlar ættu þá að sama skapi að geta birt ærumeiðandi fréttir og skotið sér undan ábyrgð með því að fjarlægja þær eftir að skaðinn er skeður. Ég ætla rétt að vona að aðrir dómarar muni ekki líta til þessa máls sem fordæmis hvað varðar ummæli sem hafa verið fjarlægð. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun