Lífeyrissjóðir sem eiga í Eimskip skoða stöðuna og vilja skýringar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 20:13 Lífeyrissjóðir eiga stóran hlut í Eimskip Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna. Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Lífeyrissjóðir sem samtals eiga yfir þriðjungshlut í Eimskip skoða nú stöðuna sem upp er komin eftir meint brot félagsins á lögum um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu og niðurrif tveggja skipa félagsins. Að minnsta kosti einn þeirra hyggst óska eftir útskýringum frá stjórn Eimskips. Greint var frá því í dag að Umhverfisstofnun hefði kært Eimskip til héraðssaksóknara fyrir brot á lögum um meðhöndlun úrgangs vegna sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi, sem enduðu í niðurrifi við strendur Indlands. Eimskip hafnar ásökum um að hafa brotið lög. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í gær þar sem því var meðal annars haldið fram af forsvarmanni Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Lífeyrissjóðirnir skoða stöðuna Íslenskir lífeyrissjóðir eru á meðal stærstu eigenda Eimskipa og starfa þeir meðal annars eftir fjárfestingarstefnu þar sem horft er til samfélagslegrar- og umhverfislegrar ábyrgðar þeirra fyrirtækja sem fjárfest í. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem samtals á um níu prósenta hlut í félaginu, segir í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að sjóðurinn geri kröfu til þess að félög, sem sjóðurinn fjárfestir í, sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við viðurkenndar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja. „Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks mun sjóðurinn óska eftir skýringum frá Eimskip vegna þess sem þar kom fram,“ segir í svari frá Hörpu. LV lítur málið alvarlegum augum Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti eigandi Eimskips með 14,7 prósenta hlut. Í svari við fyrispurn Vísis vegna málsins segir að það sé nú til skoðunar hjá sjóðnum, en að það sé litið alvarlegum augum. Von sé á frekari viðbrögðum eftir helgi. Í fjárfestingarstefnu sjóðsins er meðal annars tekið fram að áhersla sé lögð á að stjórnendur þeirra félaga sem fjárfest er í gæti að reglum og viðmiðum sem gilda fyrir viðkomandi starfsemi varðandi umhverfismál. Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti eigandi Eimskips með 13,43 prósenta hlut. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að þau vinnubrögð sem lýst hafi verið í þætti Kveiks rími illa við stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Málið verði tekið til skoðunar og beðið sé eftir viðbrögðum félagsins. Í yfirlýsingu sem Eimskip gaf út í dag vegna málsins hafnar það ásökunum um að það hafi brotið lög um meðhöndlun úrgangs í tengslum við sölu á skipunum tveimu. Félagið telji sig hafa farið eftir lögum í einu og öllu við söluna.
Lífeyrissjóðir Umhverfismál Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi. 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13